Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: The Evil Within
    Leikjarýni

    Leikjarýni: The Evil Within

    Höf. Nörd Norðursins8. maí 2015Uppfært:6. júlí 2015Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    The Evil Within er hryllingsleikur framleiddur af Tango Gameworks og útgefinn af Bethesda Softworks. Leikstjóri leiksins er enginn annar en Shinji Mikami sem var maðurinn á bakvið Resident Evil leikina. Mikið hefur breyst síðan fyrsti Resident Evil leikurinn kom út, bæði hvað varðar grafík og innihald leikja og The Evil Within endurspeglar það. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sebastian Castellanos fær útkall og fer, ásamt samstarfsfélögum sínum, á geðveikarahæli þar sem eitthvað hræðilegt hefur gerst. Fljótlega er Sebastian rotaður og þegar hann vaknar þá veit hann ekki hvar hann er eða hvað er á seyði. Undarlegir atburðir gerast og fer hann að gruna að þessi upplifun er ef til vill ekki raunveruleg eða hans eigin. Það fer ekki á milli mála að leikurinn nær að skapa mjög draumkenndar og hryllilegar senur með endalausum göngum og endurtekningum. Þessi leikur er hálfgerð martröð, falleg grafík og drungaleg hljóð sem óma í kringum mann. Þessi leikur ætlaði varla að enda, 20 tíma tók að klára leikinn og sumir „enda“ kallarnir alveg að gera mann snælduvitlausan. Leikurinn tekur margt frá Resident Evil 4 en svo er annað sem minnir mann líka á God of War og The Last of Us. Útlit leiksins svipar til RE4 hvað varðar sjónarhorn og bardagakerfi, blóðsúthellingar fara hátt yfir strikið og í leiknum er að finna öflugt uppfærslukerfi á bæði vopnum og getu manns. EvilWithin01 Verst að sagan í leiknum er frekar þunn og maður þarf víst að ná sér í einhverja auka kafla til að fá að sjá leikinn frá öðru sjónarhorni sem gæti gefið mann fleiri svör. Svipaðar pælingar hafa sést á hvíta tjaldinu, Dark City, The Matrix og The Cell, en hérna fær maður þó að upplifa sjálfur þessa geðveiki. Þó svo að söguþráðurinn sé slakur þá heyrist það ekki í framistöðu þeirra sem ljá persónunum raddir sínar. Glöggir sjónvarpsþátta-og kvikmyndaunnendur ættu að kannast við nokkur nöfn á bakvið raddirnar, Anson Mount (Hell on Wheels), Jennifer Carpenter (Dexter) og Jackie Earle Haley (Watchmen og A Nightmare on Elm Street endurgerðin).

    Verst að sagan í leiknum er frekar þunn og maður þarf víst að ná sér í einhverja auka kafla til að fá að sjá leikinn frá öðru sjónarhorni sem gæti gefið mann fleiri svör.

    Þessi leikur er ekki gallalaus, oft í leiknum senum birtast hlutir eða áferðir hluta seinna á skjánum en þeir ættu að gera. Sjálfvirka vistunarkerfið hefði mátt vera betra, var mjög oft að gera sama hlutinn aftur því maður var annað hvort að deyja eða vildi gera betur á vissum stöðum. Sumir „enda“ kallarnir stríddu mér ansi mikið og í sumum tilvikum þurfti ég hreinlega að fara á netið og sjá hvað mér yfirsást. EvilWithin03 Það mætti segja að The Evil Within sé samsuða af God of War, Resident Evil og Silent Hill. Sjónarspilið í leiknum er ansi mikilfenglegt og heimurinn virkar stór þótt hann sé í raun lítill og straumlínulagaður. Þeir sem eru mikið fyrir blóðsúthellingar ættu að fá eitthvað útúr þessum leik, það er lítið mál að sprengja sig í tvennt ef maður passar sig ekki. Svo fær maður hasarinn úr Resident Evil og stóra óvissuþáttinn frá Silent Hill þar sem ekkert er fast í hendi. Ef hryllingur er þinn tebolli þá tel ég The Evil Within nokkuð góðan þrátt fyrir vissan veikleika varðandi sögu og persónur.

     

    Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson

     

    Hryllingur Josef Karl Gunnarsson Leikjarýni The Evil Within
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaOculus Rift: Útgáfudagsetning gefin út
    Næsta færsla Spilarýni: Hver stal kökunni úr krúsinni?
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.