Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Fyrstu hughrif: Bloodborne (PS4)
    Greinar

    Fyrstu hughrif: Bloodborne (PS4)

    Höf. Nörd Norðursins31. mars 2015Uppfært:31. mars 2015Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Núna er undirritaður búinn að spila Bloodborne í um 10 tíma og því ekki úr vegi að hræra saman nokkrum orðum eins og hughrif. Hugur minn er sannarlega hrifinn enda ekki við öðru að búast af gömlum Dark Souls spilara, en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að finna eitthvað til að tuða yfir.

    Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að gleyma öllu sem ég hafði lært af öðrum leikjum sem er það sama og gildir um DS leikina (héreftir nota ég DS sem samnefnara fyrir Demon’s Souls og Dark Souls 1 og 2). Sem dæmi  um þetta þá byrjaði ég upp á nýtt eftir 3-4 tíma sem maður myndi aldrei gera í öðrum leikjum. Þetta þýðir ekki að þessir 3-4 tímar hafi farið í súginn heldur er þetta tíminn sem það tekur að venjast vopnunum, kynnast upphafsstöðunum og hvernig óvinirnir haga sér. Framför kemur seinna þegar maður er komin með undirstöðuatriðin á hreint.

    https://youtu.be/O5Qb9XutVVI

    Málið er að Bloodborne, eins og DS, eru tvær leikjaupplifanir. Fyrst þá ertu að sjá allt í fyrsta sinn; þú ert varkár og titrar eins og lauf í vindi þegar þú reynir að líta fyrir næsta horn, hvað þá þegar þú ert fyrirvaralaus kominn í „boss“ bardaga. Seinni leikjaupplifunin er þegar þú þekkir svæðin og hleypur í gegn, þá eru óvinirnir ekki eins hræðilegir (en þeir geta samt drepið þig, jafnvel á fyrstu svæðunum, ef þú ert ekki varkár). Þessar tvær leikjaupplifanir geta átt sér á sama borði þ.e.a.s. áður en þú heldur áfram í sögunni því að til að geta sigrað „boss“ svæðisins þarftu að hlaupa framhjá minni háttar óvinum aftur og aftur og aftur.

    Þá komum við að einu sem er að stuða mig, alla vega í byrjun leiksins. Það virðist vera meira „farming“ í Bloodborne en í fyrri leikjum.

    Þá komum við að einu sem er að stuða mig, alla vega í byrjun leiksins. Það virðist vera meira „farming“ í Bloodborne en í fyrri leikjum. Réttara sagt þá er „farming“ eða það að þurfa safna sömu hlutum með því að drepa óvini að sýna sig mun fyrr í þessum leik en hinum. Ástæðan er að lækningarflöskur (blood vials) er ekki endalausar eins og í fyrri leikjum, heldur klárast þær fljótt. Þetta þýðir að í erfiðum „boss“ bardaga er hægt að nota ansi mörg svona stykki. Þá þarf maður annað hvort að drepa óvini fyrir „Blood echoes“ sem er gjaldmiðill Bloodborne, eða leita uppi ákveðna óvini sem gefa þessi blóðhylki. Þetta þarf maður líka að gera fyrir byssuskot og molotov-flöskur (sem hjálpa mikið til í byrjun leiks).

    Annað slæmt er hleðslutíminn, ef maður fer á milli svæða, þá tekur það yfir hálfa mínútu sem virkar eins og heil eilífð fyrir nútímaleik.

    Bloodborne_03

    Þá er það neikvæða fyrir þessi fyrstu hughrif búið því að leikurinn er alger snilld! Hann virðist taka það besta úr öllum leikjunum, þ.m.t. Demon’s Souls eins og sést á bækistöðvunum. Það er búið að taka út hluti eins og það að rúlla sér hægar þegar maður er í of þungum klæðum og merkilegt nokk að þó að það séu byssur núna í leiknum þá er búið að fjarlægja langskotsvopn. Byssurnar eru nefnilega ætlaðar til þess að skjóta af stuttu færi til að lama andstæðinginn eitt augnablik þannig að þú getir notað öxina, hamarinn eða sverðið sem þú ert með. Þær meiða semsagt ekki mikið en taktískt séð þá þjóna þær miklum tilgangi.

    Borðin eru hreint yndislega hönnuð og laga það sem var ein helsta gagnrýnin á Dark Souls 2 sem kom mjög illa út í samanburði við Dark Souls 1. Umhverfið flæðir allt saman, þú getur séð í fjarska staði sem þú kemst á seinna.

    Borðin eru hreint yndislega hönnuð og laga það sem var ein helsta gagnrýnin á Dark Souls 2 sem kom mjög illa út í samanburði við Dark Souls 1. Umhverfið flæðir allt saman, þú getur séð í fjarska staði sem þú kemst á seinna. Sérstakir lampar þjóna sama tilgangi og bálkestir Dark Souls leikjanna þar sem þú ferðast til bækistöðvanna og þaðan á annan stað í heiminum (sem gerir hleðslutíma einstaklega óþægilegan því miður).

    Bloodborne_01

    Sagan er eins og alltaf algerlega óljós og þú verður að púsla henni saman út frá litlum vísbendingum ef þú skoðar hluti og í samræðum við íbúa þorpsins (sem flestir fela sig bak við lokaðar dyr í byrjun).

    Núna hef ég sigrað þrjá „bossa“ (hehe bossa) en einn af þeim var í dýflissu (dungeon) sem ég hafði sjálfur skapað sem er nýjung í Bloodborne (Chalice dungeons). Ég veit af tveimur öðrum sem ég þarf að undirbúa mig betur fyrir en ólíkt fyrri leikjum þá veit ég núna af þremur leiðum sem ég get kannað nánar þannig að Bloodborne virðist vera opnari.

    Niðurstaða hughrifa: Ég elska Bloodborne þrátt fyrir minni háttar vandamál.

     

    Höfundur er Steinar Logi Sigurðsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

    Bloodborne Fyrstu hughrif Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjabloggið 30.3.2015 | Yakuza 4
    Næsta færsla Aaru’s Awakening á PS3 og PS4 þann 7. apríl – Ókeypis fyrir PS+ áskrifendur
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.