Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»RisaPONG, bátaskák og hnefatafl á Menningarnótt
    Menning

    RisaPONG, bátaskák og hnefatafl á Menningarnótt

    Höf. Nörd Norðursins22. ágúst 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Menningarnótt í Reykjavík núna um helgina og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér er listi yfir nokkra sérstaklega áhugaverða viðburði sem verður boðið upp á í ár og ber þar sérstaklega að nefna risaútgáfu af gamla góða tölvuleiknum PONG frá árinu 1972.

     

    PONG – á Hörpu!

    Um er að ræða nýtt listaverk eftir Atla Bollason og Owen Hindley sem er kynnt á menningarnótt og varir allt til loka Reykjavik Dance Festival 31. ágúst. Spilarar koma sér fyrir á Kalkofnsvegi gegnt Hörpu og stýra spöðunum í PONG þaðan með snjallsímum. Framhlið Hörpu gegnir hlutverki skjás og þar fylgjast spilarar með framvindu leiksins á 714 ljósum! Í samstarfi við Hörpu og Vodafone.

    >> Skoða viðburð á Menningarnott.is

     

    Bátaskák

    Gestir og gangandi er fylgt um borð í trébátinn Óskar Matt VE 17 undir öruggri handleiðslu skipstjórans Auðunns Jörgensson en þar bíður skáklistamaðurinn Róbert Lagermann á þilfari bátsins. Kostur gefst á að tefla tvær hraðskákir.

    >> Skoða viðburð á Menningarnott.is

     

    Skákstuð Skákakademíunnar

    Í leifturskák hafa keppendur aðeins eina mínútu til umhugsunar. Því skiptir miklu máli að vera snöggur að leika og ýta á klukkuna. Alheimsmótið í leifturskák verður haldið á Menningarnótt á Vitatorgi. Í mótið eru boðaðir nokkrir sterkustu hraðskákmenn Reykjavíkur. Þar á meðal Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson og stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson. Án efa eiga eftir að verða mikil læti og hamagangur eins og jafnan í leifturskák. Ekki skemmir fyrir að skemmtileg tónlistaratriði verða flutt á torginu samhliða taflmennskunni. Eftir leifturskákina geta gestir teflt sín á milli jafnframt þess að meistararnir í leifturskákinni munu gefa kost á skákum við sig. Allir velkomnir!

    >> Skoða viðburð á Menningarnott.is

     

    Íslandsmeistaramótið í Hnefatafli

    Hnefatafl var geysivinsæll leikur á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Vinsældir leiksins hafa þó hrakað nokkuð í seinni tíð og því hefur Borgarsögusafnið ákveðið að endurvekja hans forna víkingaleik og halda fyrsta Íslandsmeistaramótið í Hnefatafli. Keppt verður í sal Landnámssýningarinnar, Aðalstræti 16 og öllum boðin þáttaka hvort sem þeir kunna leikinn eða ekki. Kennsla í Hnefatafli verður á staðnum. Yngra fólk getur einnig spreytt sig í Refskák. Skráning til leiks fer fram á Landnámssýningunni og á Facebooksíðu safnsins.

    >> Skoða viðburð á Menningarnott.is

     

    – BÞJ

    menningarnótt pong
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: Under The Skin
    Næsta færsla Risaútgáfa af PONG spiluð á Hörpu
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025

    Styttist í EVE Fanfest – stærsta tölvuleikjaviðburðinn á Íslandi

    6. mars 2025

    Tölvuleikjaveisla og Mario Kart keppni á Mario Con 2025 í mars

    23. febrúar 2025

    Konur spila frítt á konudeginum í Arena

    23. febrúar 2025

    Allt það vinsælasta á Nörd Norðursins árið 2024

    1. janúar 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.