Fréttir

Birt þann 12. júní, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nintendo kynnir Zelda, Mario Maker og fleiri leiki á E3 2014

Síðasti stóri blaðamannafundurinn á E3 í ár var frá japanska leikjafyrirtækinu Nintendo. Kynning fyrirtækisins hófst á heldur furðulegan, en skemmtilegan hátt, þar sem þeir Satoru Iwata og Reggie Fils mættust í einum svakalegasta bardaga sögu E3 (og tengist nýjasta Super Smash Bros.)!

Kynningin var ekki í beinni útsendingu líkt og hjá Microsoft, Sony, Ubisoft og EA, heldur var búið að taka allt efni upp og klippa það til fyrir kynninguna. Að bardaga loknum hófust leikjakynningarnar og ber þar helst að nefna nýjan Zelda leik, Mario Maker og Nintendo kynnti einnig til sögunnar svo kallað amiibo, sem virkar á svipaðan hátt og Skylanders, þar sem Nintendo fígúrur virka í tölvuleikjum. Til dæmis verður hægt að nota Mario fígúru sem virkar í Super Smash Bros. og Mario Kart.

Hér fyrir neðan má nálgast sýnishornin úr leikjunum frá Nintendo.

 

Yoshi’s Woolly World

 

Captain Toad: Treasure Tracker

 

The Legend of Zelda

 

Pokémon

 

Bayonetta 2

 

Hyrule Warriors

 

Kirby

 

Mario Maker

 

Splatoon

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑