Íslenskt

Birt þann 4. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hver verður Ofurnördinn 2014?

Keppnin Ofurnördinn er árleg viðureign Tvíundar, nemendafélags tölvunarfræðideildar HR, og Nörds, nemendafélags tölvunarfræðideildar HÍ. Keppnin hefst á morgun, miðvikudag og stendur fram á föstudagskvöld en þá er lokakvöldið haldið í Valsheimilinu. Keppt er í ansi óhefðbundnum greinum í Ofurnördinum en dæmi um keppnisgreinar eru borðtennis, tölvuleikir, bjórþamb, Guitar Hero-frammistöðu og IKEA-samsetningu. Á föstudagskvöld eru aðalverðlaun keppninnar, stórglæsilegur bikar, afhent við hátíðlega athöfn.  Þess má geta að tölvuleikjakeppnin er haldin í HR á fimmtudagskvöld. Hægt verður að sjá frammistöðu keppenda með tengli á Facebook-síðu Tvíundar. Félögin skila einnig inn myndböndum sem sýnd eru á lokakvöldinu.

Mynd: Merki Tvíundar (t.v) og Nörds (t.h.)
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑