Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Topp 5: Marvel myndasögur ársins 2013
    Bækur og blöð

    Topp 5: Marvel myndasögur ársins 2013

    Höf. Nörd Norðursins20. janúar 2014Uppfært:22. janúar 2014Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    5. Hawkeye

    Hawkeye

    Hver hefði haldið að hægt væri að skrifa heilt blað frá sjónarhorni hunds? Matt Fraction og David Aja gerðu það og það var yndislegt! Þetta er mjög gott dæmi um hversu einföld og hjartnæm þessi sería getur verið. Sagan er frekar einföld, hún fylgir Hawkeye í sínu daglega lífi og sýnir hversu erfitt það er að vera ofurhetja með enga ofurkrafta sem verður til þess að þessi sería ætti að vera kölluð hetjusaga en ekki ofurhetjusaga. Ævintýri Hawkeyes er miklu mannlegri og trúlegri en ævintýri annara Marvel karaktera, þó eru aðstæðurnar sem hann lendir í ekki eitthvað sem fólk lendir í daglega.

     

    4. Young Avengers

    Young Avengers

    Þó að Young Avengers serían sé markaðsett sem unglinga sería þá er fólk á öllum aldri að skemmta sér konunglega við að lesa hana. Young Avengers er skrifuð af Kieron Gillen og Jaimie McKelvie sem hafa einnig unnið saman að Ohonogram. Þeir eru þekktir fyrir að geta skrifað unglinga eins og unglingar eru í raunveruleikanum. Talsmáti, áhugamál og sambönd persónanna eru öll mjög raunveruleg og skemmtileg. Jaimie McKelvie fær stórt hrós fyrir að leika sér með ramma og uppsetningu sem verður til þess að þessi myndasaga er algjört augnakonfekt.

     

    3. Deadpool

    Deadpool

    Við viljum byrja á því að segja að Deadpool er einn fyndnasti karakter í myndasögum, punktur. Hann hefur verið skrifaður ílla áður fyrr en það er oftast þegar rithöfundar reyna að gera hann of alvarlegan eins og í Deadpool Kills the Marvel Universe. Posehn og Duggan tókst hins vegar að gera mjög góð og alvarlega sögu um The Merc with the Mouth á síðasta ári en hún bar nafnið „the Good, the Bad and the Ugly“ og hún var gjörsamlega frábær. Í þessari sögu er tekist á við dýpri málefni en taco‘s og fyndin morð eins og eru gjarnan í Deadpool blöðum (alls ekkert að því!). Deadpool hefur verið tekinn höndum af Norður-Kóreubúum og þarf með hjálp Captain America og Wolverine að komast undan. Sagan verður grimmari og grimmari er líður á og klárt er að þessi saga eigi eftir að hafa djúpstæð áhrif á tilfinningalíf Deadpool. Þó hefur hann einnig haft fjörug blöð á árinu eins og þau þar sem hann berst við upvakninga forseta og 70‘s blaðið. Allt í allt eru Posehn og Duggan að gera mjög góða hluti með Deadpool og við vonum að þeir haldi áfram sem fastir pennar í nokkurn tíma til viðbótar.

     

    2. Daredevil

    Daredevil

    Eins og með Animal Man sem við skrifuðum um í síðasta lista er Daredevil vanmetinn karakter sem er farið svo ótrúlega vel með. Mark Waid er sannkallaður meistari þegar kemur að persónusköpun og hann hleypur manni ekkert af tilfinninga rússíbananum Daredevil. Serían fjallar um Matt Murdock og baráttu hans við bæði íllmenni og tilfinningar sínar. Hann er í rauninni mjög brotinn maður sem felur sig á bakvið grímu. Waid nýtir þetta í sögur sínar og þessvegna verður maður alveg fastur við blaðið og bíður spenntur eftir næsta. IGN.com hefur gefið Daredevil ótrúlega góðar einkunnir og má sjá einstaka 10 sem serían hefur fengið. Nú á komandi vikum mun Daredevil titill bæta við sig NOW merkingunni og því mun serían byrja aftur á blaði númer 1. Spurning er hvort að fólk nýti ekki tækifærið og byrji á Daredevil!

     

    1. Thor: God of Thunder

    Thor

    Jason Aaron og Esad Ribic hafa gefið mér nýja ímynd af ofurhetjunni Thor með nýju seríunni sinni. Sumir sjá Thor mögulega fyrir sér sem nokkuð klisjukennda ofurhetju, en þeir skrifa ekki Thor sem ofurhetju, þeir skrifa hann sem guð/goð/ás. Sagan gerist á þrem tímabilum í lífi Thors. Ein gerist snemma á fimmtu öld þar sem fylgst er með Thor sem ungum og óreyndum guð. Hann eyðir mestum tíma sínum í Miðgarði þar sem hann fer í bardaga með mönnum, sefur hjá hellingi af kvenfólki og þambar mjöð. Önnur sagan gerist í nútímanum þar sem Thor er orðin fræg ofurhetja sem er einnig í fullu starf sem guð. Þriðja sagan gerist langt í framtíðinni þar sem við sjáum Thor sem niðurbrotinn guð sem rokkar sítt alskegg. Þessi sería er svo góð að flest allir starfsmenn hjá Marvel bíða spenntir eftir hverju blaði til að sjá hvað gerist næst í lífi Thors.

     

    >> Topp 5: DC myndasögur ársins 2013
    >> Topp 5: Indí myndasögur ársins 2013

     

    Höfundar eru Skúli Þór Árnason,
    og Þrándur Jóhannsson

     

    Daredevil Deadpool Marvel ofurhetjur Skúli Þór Árnason teiknimyndasaga thor topplisti Þrándur Jóhannsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNýr íslenskur vísindaþáttur fyrir börn og unglinga á RÚV
    Næsta færsla Topp 5: Indí myndasögur ársins 2013
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #55 – Leikir ársins 2024 og Switch 2 orðrómar

    13. janúar 2025

    Allt það vinsælasta á Nörd Norðursins árið 2024

    1. janúar 2025

    10 vel heppnaðir hinsegin tölvuleikir

    8. ágúst 2022

    Sjö ómissandi Switch leikir

    30. júní 2022

    Þrír vinsælustu þættir Leikjavarpsins árið 2021

    29. desember 2021

    Fimm bestu tölvuleikir ársins 2021

    14. desember 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.