Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Tónleikarýni: Tölvuleikjatónleikar Lúðrasveitarinnar Svans
    Menning

    Tónleikarýni: Tölvuleikjatónleikar Lúðrasveitarinnar Svans

    Höf. Nörd Norðursins24. nóvember 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Síðastliðið þriðjudagskvöld spilaði Lúðrasveitin Svanur tölvuleikjatónlist í Norðurljósasal Hörpu. Salurinn var þétt setinn þrátt fyrir að mikilvægur fótboltaleikur væri í gangi á sama tíma (Ísland – Króatía) og greinilega mikill áhugi fyrir tónleikunum.

    Yfirskrift tónleikana var Tónlist tölvuleikja og stjórnaði Brjánn Ingason lúðrasveitinni. Efnisskráin  samanstóð af gullmolum úr ýmsum áttum. Spiluð voru lög úr Halo, Civilisation IV, Kingdom Hearts, The Legend of Zelda, World of Warcraft, EVE Online,  Pokémon, Elder Scrolls, Castlevania, Donkey Kong, Super Mario, Final Fantasy, Myst og Advent Rising. Lúðrasveitin tók tvö aukalög í lokin og spilaði lög úr Battlefield og hið klassíska stef úr Super Mario.

    Samhliða tónlistinni voru sýnd myndbönd á stóru hvítu tjaldi úr öllum áðurnefndum tölvuleikjum, sem náði að mynda enn skemmtilegri stemningu. Tónleikarnir voru einstaklega vel heppnaðir og sem tölvuleikjaspilari þótti mér afsakaplega gaman að heyra þessa kunnuglegu tóna i Hörpu. Eflaust hefur það verið mikill höfuðverkur að velja hvaða lög yrðu spiluð og hvaða lögum ætti að sleppa, en lúðrasveitin náði að fara yfir fjölbreytt svið þar sem flestir tölvuleikjaspilarar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

    Lúðrasveitin SvanurLúðrasveitin gerði tölvuleikjatónlistinni góð skil, tónleikarnir voru í heild sinni stórskemmtilegir. Lúðrasveitin hafði augljóslega lagt mikla vinnu í verkefnið og náðist að mynda skemmtilega stemningu með myndbandavalinu. Flest myndböndin voru mjög viðeigandi en í einstaka tilfellum hefði mátt vanda valið aðeins betur, til dæmis þegar að langur kreditlisti úr tölvuleik varð fyrir valinu í staðinn fyrir hefðbundið sýnishorn (að minnsta kosti finnst mér ekkert sérlega skemmtilegt að horfa á kreditlista rúlla). En þetta eru smámunir. Alltaf má finna eitthvað.

    Það var stórkostlega að fá að heyra allt frá ævintýralegum tölvuleikjatónum Zelda yfir í yfirþyrmandi geimtónlist EVE Online og hið epíska stef Sephiroth úr Final Fantasy lifna við í Hörpu. Ég tek pixlaða tölvuleikjahattinn ofan fyrir lúðrasveitinni og þakka fyrir frábæra tónleika og króníska gæsahúð!

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Harpa Lúðrasveitin Svanur tónleikar Tónleikarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaOGP – 8. þáttur
    Næsta færsla LG snjallsjónvörp njósna um notendur
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.