Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Viðtal Nörd Norðursins við The Angry Video Game Nerd
    Greinar

    Viðtal Nörd Norðursins við The Angry Video Game Nerd

    Höf. Nörd Norðursins18. nóvember 2013Uppfært:3. júní 2022Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Jósef Karl hjá Nörd Norðursins fór fyrir stuttu á hryllingsmyndahátíðina Chiller Theatre í Bandaríkjunum. Þar hitti hann sjálfan James Rolfe, sem er betur þekktur á netinu fyrir hlutverk sitt sem reiða leikjanördið The Angry Video Game Nerd, og náði viðtali við kappann.

    Hvaða kvikmynd gaf þér innblástur til þess að búa til stuttmyndir og gerast kvikmyndagerðarmaður?

    King Kong - 1933James Rolfe: Sú mynd sem gaf mér sem mestan innblástur var líklegast King Kong eða It’s a Mad Mad Mad Mad World, sem er uppáhalds kvikmyndin mín. En sú sem hafði meiri áhrif á mig var King Kong út af brellunum og ég hef alltaf haft gaman af furðu-og ævintýrasögum.

    Hvert var fyrsta vá-augnablikið frá tölvuleik?

    JR: Ertu þá að tala um eitthvað rosalega spennandi augnablik sem lætur mann fara yfir um? Þegar ég hugsa til baka, fyrsti NES leikurinn sem ég spilaði var Ghosts ‘n Goblins. Leikurinn byrjar á því að maður situr í kirkjugarði með kærustunni sinni og allt í einu kemur einhver púki úr skýjunum og hrifsar hana í burtu. Á þeim tíma, þá var það frekar vá-byrjun á tölvuleik.

    Hver var fyrsti tölvuleikurinn sem virkilega olli þér vonbrigðum?

    JR: Fyrsti tölvuleikurinn sem virkilega olli mér vonbrigðum var Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Jafnvel þó ég hefði spilað Ghostbusters áður, sem var misheppnaður, þá hugsaði ég þetta ekki þannig þá. Þetta var bara leikur, það var annað hvort að spila hann eða ekki. Ég gagnrýndi ekki leiki sem krakki, bara sætti mig við það að þeir voru svona. Það var annað mál með Dr. Jekyll and Mr. Hyde, jafnvel þótt ég hefði litlar sem engar væntingar þegar ég sá leikinn á myndbandaleigu og leigði hann. Þegar maður spilaði hann þá var þetta ekki einu sinni spilanlegur leikur og maður náði ekki einu sinni að hafa gaman af honum. Þessi leikur nær einhvern veginn að fara í mínar fínustu. Allt sem er að leiknum er svo fullkomlega útreiknað að það virðist vera vísvitandi gert til þess að fara í taugarnar á manni.

    NN: Hvaða tölvuleikur er sá mergjaðasti og hvers vegna?

    GTAV_logoJR: Ég tel að nýjasti mergjaðasti tölvuleikurinn sé Grand Theft Auto V. Þegar leikir eru með það raunverulegan heim að þú trúir öllu sem gerist á meðan þú spilar leikinn sér maður hindranirnar ekki jafn mikið. Eins og ef maður spilar leik og þar er hurð sem er þar bara sem skraut þá finnst manni heimurinn ekki vera raunverulegur. En þegar maður sér kjörbúð sem er hægt að ganga inní og keypt eða rænt hlutum það eru svona hlutir sem láta mann halda að maður sé í raunverulegum heimi.

    Hefurðu spilað GTA V mikið?

    JR: Ég hef spilað hann þónokkuð en er enn að vinna í honum. Ég væri til í að klára leikinn og ég nýt þess að spila hann.

    Hver er uppáhalds kvikmyndaleikstjórinn þinn?

    JR: George A. Romero. Hann er með ákveðinn hugsunarhátt sem mér hefur alltaf líkað vel við í fari kvikmyndagerðarfólk. Hann er með þennan rétta óháða anda, það sem hann gerði var frekar óhefðbundið. Myndirnar hans voru líka mjög frjóar á sínum tíma.

    Hvert er drauma kvikmyndaverkefnið þitt?

    Hotel TransylvaniaJR: Það er erfitt að nefna bara eitt. Það eru hryllingsmyndir sem ég myndi vilja gera, sumar þeirra eru meira í áttina að gríni en aðrar eru til þess að hræða. Ég gæti nefnt næstum hvaða undirtegund kvikmynda sem er sem ég myndi vilja gera. En ef ég mætti velja eitt, þá væri hryllings tengt.

    Hvert er þitt uppáhalds „franchise“?

    JR: Ég mundi segja Universal skrímslin, þau eru skrímsla fjölskyldan frá gullnu öldinni. Ég hef gaman að sjá þessar persónur í fleiri myndum þegar eitthvað nýtt  er gert með þær eins og The Monster Squad frá níunda áratugnum og Van Helsing eftir aldarmótin. Ég hef meira segja gaman af barnamyndum, eins og til dæmis Hotel Transylvania. Í hvert skipti sem skrímslin eru sett saman þá er alltaf gaman.

    Þegar textinn var saminn fyrir þemalag Angry Video Game Nerd þáttanna, varstu með einhverja hugmynd varðandi laglínuna eða hjálpaði Justin Kyle við það?

    JR: Við reyndum margar tónlistarstefnur og ég sat bara og sagði hvort eitthvað hljómaði vel eða ekki. Síðan sagði Justin mér að lög sem eru grípandi eru oft lög sem fólk getur sjálft lært að spila eða hafa þvergrip. Við spiluðum mörg Green Day þrástef eða riff og breyttum þeim mikið. Við reyndum að gera eitthvað sem var í áttina að pönki en einnig útvarpsvænt rokk. Mikill hluti textans kom frá fyrri þáttum og við unnum að því þangað til það virkaði. Þetta endaði sem mjög gípandi og gott lag og Justin stóð sig frábærlega að koma því til skila.

    Ef þú værir fastur á eyðieyju og gætir valið einn tölvuleik og eina kvikmynd til að stytta þér stundir, hvað myndir þú velja?

    JR: Úff, ég veit ekki. Ef maður hugsar um þetta, þá myndi maður aldrei vilja vera fastur á eyðieyju og þá vildi maður vera með meira en eitt af hverju sem er. En ef ég gæti bara valið eitt þá væri það líklegast uppáhaldsmyndin mín, It’s a Mad Mad Mad Mad World; það eina sem ég hata við hana er titillinn því ég þarf að segja „mad“ fjórum sinnum. Varðandi tölvuleikinn, þá myndi ég velja The Legend of Zelda: A Link to the Past, eitthvað sem tekur langan tíma að klára. Sem á við um kvikmyndina, hún er löng. Eða kannski Chrono Trigger, eitthvað sem ég gæti spilað mikið.

    AVGN_00

    Helduru að þú munir vinna aftur með Nostalgia Critic í framtíðinni?

    JR: Já, án efa. Ég veit ekki í hvaða formi né hvort við yrðum sömu persónurnar eða hvað myndi gerast. Á einn eða annan hátt, þá eigum við eftir að sjást saman aftur. Hvort sem það væri á aðdáendahátíð/ráðstefnu, í myndbandi eða að vinna saman að kvikmynd einn daginn. Það er annars mjög erfitt að segja til um hvað mun gerast en við myndum báðir vilja leiða hesta okkar saman aftur.

    Hvenar á svo The Angry Video Game Nerd kvikmyndin að koma út?

    JR: Ó já, hehe, á undan Ghostbusters 3.

    Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

    Chiller Theatre James Rolfe Josef Karl Gunnarsson The Angry Video Game Nerd
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaViltu smakka Bantha mjólk? – uppskriftir úr kvikmyndum
    Næsta færsla Tropes vs Women in Video Games – Ms. Male Character (4. hluti)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.