Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Topp 5: Íslenskar kvenhetjur í kvikmyndum
    Bíó og TV

    Topp 5: Íslenskar kvenhetjur í kvikmyndum

    Höf. Nörd Norðursins10. nóvember 2013Uppfært:10. nóvember 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Áður en ég skrifaði þennan lista ætlaði ég að telja upp íslenskar kvenhasarhetjur, með áherslu á hasar, en ég komst fljótlega að því að það er hægara sagt en gert. Því eru hér eingöngu taldar upp kvenhetjur í íslenskum kvikmyndum en sumar gætu flokkast sem hasarhetjur. Það er ljóst að íslenskar kvikmyndir státa ekki af mörgum kvenhetjum, sem er miður og mætti alveg fara að bæta úr því.

     

    5. Mávahlátur (2001)

    Kvenhetjur - Mávahlátur

    Þegar Freyja (Margrét Vilhjálmsdóttir) kemur frá Ameríku þá grunar hin unga Agga að Freyja sé ekki öll þar sem hún er séð. Hún reynir á hetjulegan hátt að fletta ofan af henni og fer í hlutverk leynilögreglu.

     

    4. Stella í orlofi (1986)

    Kvenhetjur - Stella í orlofi

    Edda Björgvinsdóttir í hlutverki Stellu hefur öðlast fastan stað í hjörtum landsmanna. Stella er kannski ekki þessi hefðbundna hetja en hún hefur vit fyrir öðrum í myndinni og berst hetjulega á móti heimskulegum ákvörðunum karlanna.

     

    3. Astrópía (2007)

    Kvenhetjur - Astrópía

    Astrópía fjallar um samkvæmisstúlkuna Hildi (Ragnhildur Steinunn) sem verður fyrir áfalli í einkalífinu og af illri nauðsyn neyðist hún til þess að vinna í búð sem sérhæfir sig í hlutverkaleikjum og hasarblöðum. Fyrr en varir heillast hún af ævintýrum hlutverkaleikjanna. Mörkin milli ævintýra og raunveruleika verða óskýrari og ofurhetjan vaknar til lífsins.

     

    2. L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra (2011)

    Kvenhetjur - L7

    Lára, leikin af Vicoriu Björk Ferrell, er ung stúlka sem dregst inn í heim leikhússins eftir sviplegt fráfall föður hennar og bróður. Leikhúsið sem hún tekur ástfóstri við á undir högg að sækja og þarf hún að leita leiða til þess að bjarga því þegar óprútnir aðilar byrja herja á það.

     

    1. Borgríki (2011)

    Kvenhetjur Borgríki

    Hér er alvöru kempa á ferð. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Andreu og túlkar hana á sannfærandi hátt. Andrea er hörð í horn að taka og er í raun eina kvenhasarhetjan sem sést hefur í íslenskum kvikmyndum.

    Heimild: Kvikmyndavefurinn.is

    Topp 5: Íslensk illmenni

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    íslenskar kvikmyndir kvenhetja Ragnar Trausti Ragnarsson topplisti
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFjárans óveður
    Næsta færsla QuizUp vinsælasti leikurinn á App Store
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.