Allt annað

Birt þann 23. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

10 uppáhalds nörda YouTube rásirnar

Topplisti yfir 10 uppáhalds nörda YouTube rásirnar mínar í dag.

 

1. Rooster Teeth

Rooster Teeth

Þetta eru snillingarnir sem bjuggu til Red vs. Blue þættina. RWBY eru nýjir þættir frá þeim sem eru þess virði að gefa tækifæri, virkilega flottir þættir á ferðinni. Einnig eru þeir með helling af myndböndum sem tengjast tölvuleikjum, ein skemmtilegasta rásin sem snýr að tölvuleikjum.

> www.youtube.com/user/RoosterTeeth

 

2. Two Best Friends Play

Two Best Friends Play

Ef það er eitthvað sem er skemmtilegra en að spila góða tölvuleiki, þá er það að horfa á þessa félaga spila lélega tölvuleiki. Matt og Pat fara oft á kostum þegar þeir eru að spila tölvuleiki og mæli þá sérstaklega með því þegar þeir félagar spila Bear Grylls leikinn, yndislega fyndið.

> www.youtube.com/show/twobestfriendsplay

 

3. TheJWittz

TheJWittz

Hér er eitt af mínum svörtustu leyndarmálum, hef alveg ótrúlega gaman að hlusta á fróðleik um Pokémon. TheJWitts er virkilega skemmtilegur og viðkunnanlegur náungi sem hefur mikla ástríðu á litlu vasaskrímslunum.

> www.youtube.com/user/TheJWittz

 

4. Comic Book Cast

The Comic Book Cast

Klárlega rásin sem allir myndasögunördar þurfa að gerast áskrifendur að. Góðar myndasögurýnir, skemmtileg hlaðvörp  og eru þeir einnig oft mjög fljótir með slúður sem tengist myndasögum, þáttum og kvikmyndum sem gerast í þeim heimi.

> www.youtube.com/user/ComicBookCast2

 

5. AngryJoeShow

Angry_Joe

Þessi snillingur gagnrýnir leiki á mjög skemmtilegan hátt. Leggur mikla vinnu í hvern þátt og hefur mikinn metnað fyrir því sem hann gerir. Að mörgu leiti er þetta eini gaurinn sem virkilega er hægt að taka mark á þegar kemur að tölvuleikja gagnrýni.

> www.youtube.com/user/AngryJoeShow

 

6. Did You Know Gaming?

Did_You_Know_Gaming

Skemmtileg rás sem segir frá áhugaverðum staðreyndum um tölvuleiki.

> www.youtube.com/user/DYKGaming

 

7. The Comic Book Girl 19 Show!

ComicBookGirl19

Fjallar um myndasögur og allt sem þeim tengist. Virkilega gaman að hlusta á hennar pælingar og skoðanir.

> www.youtube.com/user/comicbookgirl19

 

8. Smosh Games

Smoosh Games

Skemmtileg leikjarás sem tekur sig ekki of alvarlega. Góð samblanda af skemmtun og gagnrýni á leikjum.

> www.youtube.com/user/SmoshGames

 

9. PewDiePie

PieDiePew

Annað hvort dýrkar fólk Felix eða hatar hann. Hvort sem það er þá er hann með lang stærstu og vinsælustu leikjarásina á Youtube í dag.

> www.youtube.com/user/PewDiePie

 

10. The Game Theorists

Game Theorists

Skemmtileg myndbönd um tölvuleiki þar sem fræðsla, kenningar og pælingar stjórna ferðinni.

> www.youtube.com/user/MatthewPatrick13

 

En hverjar eru þínar uppáhalds nörda Youtube rásir?

 

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑