Bíó og TV

Birt þann 21. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

The Story of Film – Þættir sem enginn kvikmyndanörd má missa af

Það má enginn kvikmyndanörd missa af þáttaröðinni The Story of Film: An Odyssey en fyrsti þáttur verður frumsýndur í kvöld á RÚV. Þættirnir eru eftir írska kvikmyndagerðarmanninn Mark Cousins en þess má geta að síðasta mynd hans, A Story of Children and Film, var sýnd á RIFF.

Þættirnir eru 15 talsins og samanlagt eru þeir í kringum 900 mínútur. Í þáttunum er farið yfir sögu kvikmyndalistarinnar allt frá upphafi til dagsins í dag. Margt kemur á óvart í yfirferð Cousins og má segja að þættirnir varpi meðal annars ljósi á stórmerkilega þætti úr kvikmyndasögunni sem lítið hefur farið fyrir.

Þátturinn í kvöld byrjar kl. 22:40 og á eftir hverjum þætti mun RÚV sýna eina kvikmynd sem tengist viðfangsefni hvers þáttar. Óskarsverðlaunamyndin L´Artiste varð fyrir valinu í kvöld og hefst hún strax á eftir þættinum.

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑