Bíó og TV

Birt þann 12. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Topp 5: Týnd og komast hvergi kvikmyndir

Það bíða sjálfsagt margir með eftirvæntingu eftir nýjustu kvikmynd Alfonso Cuarón, Gravity. James Cameron, sem þykir ekkert betra en tölvutækni og enn meiri tölvutækni, hafði uppi stór orð um myndina á dögunum. Hann taldi hana vera bestu mynd sem gerist í geimnum sem hann hefði séð (nánar hér) Við skulum þó öll halda okkur á jörðinni enda ekkert jafn slæmt og að vera með of háar væntingar gagnvart kvikmynd.

Þó svo að söguþráður Gravity sé ekki borðleggjandi þá vitum við að myndin fjallar um tvo geimfara Dr. Ryan Stone (Sandra Bullock) og Matt Kowalsky (George Clooney) sem verða viðskila við geimstöð eftir vægast sagt misheppnaða geimgöngu. Þau fljóta um í geimnum og geta enga björg sér veitt.

Hugmyndin um fólk sem týnist og kemst hvergi er ekki ný af nálinni, skáldsagan Robinson Crusoe (1719) eftir Daneil Defoe er líklega þekktasta sagan sem byggir á þessari hugmynd. Hún fjallar um manneskju sem lendir á eyðieyju og kemst hvergi. Nokkrar áhugaverðar kvikmyndir hafa verið gerðar sem byggja á þessari hugmynd. Hér eru nokkrar kvikmyndir sem eru mjög ólíkar en byggja allar á einhvern hátt á þessari hugmynd um fólk sem kemst ekki úr þeim aðstæðum sem það er lent í:

 

1. Open Water (2003)

Myndin fjallar um ungt par sem verður viðskila við bát eftir að þau ákveða að fara í köfunarleiðangur. Myndin byggir þó lauslega á sannsögulegum atburðum sem hjálpar til við að auka spennuna.

 

2. Cast Away (2000)

Þó svo að hugmyndin um fólk sem festist á eyðieyju sé búið að margnota og sé ekkert sérstaklega spennandi, enda gæti ég skrifað annan topp 5 lista bara með slíkum kvikmyndum, þá verð ég að koma allavega einni slíkri mynd á þennan lista og Cast Away er að mínu mati besta slíka kvikmyndin.

 

3. Alive (1993)

Myndin fjallar um hóp fólks sem kemst lífs af eftir flugslys og verður innlygsa í Andes-fjöllunum. Þetta er stórkostleg kvikmynd sem byggir á sannsögulegum atburðum og er skylduáhorf.

 

4. Stranded (2001)

Hugmyndin á bakvið Stranded er ekki ólík Gravity. Hún fjallar um baráttu mannsins við geiminn þegar öll von um að komast heim þrýtur.

 

5. No Man’s Land (2001)

Myndin hlaut Óskarsverðlaun árið 2001 sem besta erlenda kvikmynd. Hún er framleidd í Bosníu og fjallar um tvo menn sem festast á milli stríðandi fylkinga í Bosníu-stríðinu.

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑