Birt þann 24. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Hraðamúr ljóssins brotinn?
Tilraunin byggðist á því að CERN, í Geneva, bjó til hálfgerðan „geisla“ sem þeir skutu 732 km. í gegnum yfirborð jarðar til liðsfélaga sinna í Gran Sasso, Ítalíu.
En merkisniðurstaðan kom í ljós þegar farið var yfir gögnin, að ein fiseindin kom 60 milljarðasta úr sekúndu fyrr en hún átti að koma ef hún hefði verið á ljóshraða.
Búið er að reyna að fara yfir alla mögulega mannlega þætti og útreikninga sem gætu hafa orsakað þessa skekkju en ekki hefur tekist að finna út hvort þessi niðurstaða sé raunverulega sönn eða ósönn.
Margir bíða spenntir eftir að fá að heyra endanlega niðurstöðu á þessu máli, því hingað til hefur allt miðað við að ljóshraði sé sá hraði sem ekki er hægt að fara hraðar en.