Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Menningarnótt 2013: 5 áhugaverðir viðburðir
    Íslenskt

    Menningarnótt 2013: 5 áhugaverðir viðburðir

    Höf. Nörd Norðursins22. ágúst 2013Uppfært:22. ágúst 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Menningarnótt 2013 verður haldin laugardaginn 24. ágúst. Líkt og í fyrra fórum við hjá Nörd Norðursins yfir dagskrána og sigtuðum út fimm viðburði sem okkur nördunum líst sérstaklega vel á í ár.

     

    Skákhátíð Skákakademíunnar

    Lækjartorg | kl. 12:00 – 18:00

    „Skákakademía Reykjavíkur efnir til Skákhátíðar á Menningarnótt. Hátíðin fer fram á Lækjartorgi og hefst á hádegi og stendur fram eftir degi. Fjölmargir viðburðir fara fram á Skákhátíðinni: Nokkrir af sterkustu skákmönnum Íslands munu tefla á Alheimsmótinu í Leifturskák, Íslandsmótið í heilinn og höndin fer fram og ungmennalandslið Íslands teflir við gesti og gangandi. Helsti viðburður hátíðarinnar verður hraðskákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara og Hjörvars Steins Grétarssonar landsliðsmanns. Þá geta gestir og gangandi sest niður, gripið í tafl eða fengið skákmeistara til að tefla við sig.“

    Viðburðurinn á Menningarnótt.is

     

    Brosum með Chaplin

    Borgarbókasafn Reykjavíkur – Aðalsafn | kl. 13:00 – 22:00

    „Sígildar Chaplinmyndir frá árunum 1918-1923 rúlla í Kamesinu á 5. hæð frá kl. 13-22.“

    Viðburðurinn á Menningarnótt.is

     

    Prófið íslenskan tölvuleik / Tölvuleikjasýning

    Harpa | kl.  13:00 – 22:00

    „Kynning á íslenskum tölvuleik. Komið að skoða og prófa listræna, handteiknaða, ævintýraleikinn Aaru’s Awakening úr smiðju Lumenox Games!“

    Viðburðurinn á Menningarnótt.is

     

    Í tón og mynd

    Loft Hostel (Bankastræti 7) | kl. 13:30 – 15:30

    „Í tón og mynd er viðburður þar sem sýndar eru fágætar íslenskar hreyfimyndir frá árdögum myndgerðar við lifandi undirleik. Hvert atriði er á bilinu fjörutíu til sextíu mínútur að lengd.“

    Viðburðurinn á Menningarnótt.is

     

    Gakktu í landnámsskálann!

    Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 – (Aðalstræti 16) | kl. 20:00 – 20:30

    „Gestum verður boðið að „ganga í bæinn“ með leiðsögn um skálann frá landnámsöld sem varðveittur er á sínum upprunalega stað. Sérstök áhersla verður lögð á búsetuhætti og reynt að gefa góða mynd af lífinu í skálanum. Sýningin reiðir á fornleifar frá víkingaöld sem hafa fundist hér í Reykjavík en gestum er velkomið að koma með innlegg og hjálpa við að fylla upp í eyðurnar.“

    Viðburðurinn á Menningarnótt.is

     

    Nánari upplýsingar um Menningarnótt má finna á Menningarnott.is.

     

    -BÞJ
    menningarnótt
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍslenski netleikurinn um Lori og Jitters kominn á netið
    Næsta færsla Ben Affleck leikur Batman í Man of Steel
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025

    Það sem við vitum um Gang of Frogs

    15. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.