Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Superman í 75 ár
    Bækur og blöð

    Superman í 75 ár

    Höf. Nörd Norðursins13. júní 2013Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að nýjasta Superman myndin, Man of Steel, verður tekin til sýninga hér á landi þann 21. júní næstkomandi. Sagan um Superman hefur alla tíð hreyft við lesendum og áhorfendum. Enda kannski ekki skrýtið því svona sögur hafa fylgt mannskepnunni frá því að Gilgameskviða var rituð á stein í kringum 1300 – 650 f.Kr. og er ein fyrsta hetjusagan sem fundist hefur, fjallar um hálfguðinn og ofurmennsku hetjuna Gilgames. Hljómar kunnuglega ekki satt.

    Leikstjóri Man of Steel, Zack Snyder, fer heldur óhefðbundnar leiðir að gerð myndarinnar og kemur í raun á óvart því þessi hæfileikaríki leikstjóri hefur gert tölvubrellukvissbangbúmmhlaðnar myndir eins og 300 (2006) og Sucker Punch (2011). Við gerð Man of Steel notaði hann nánast eingöngu eina tökuvél sem er nánast óþekkt í svona stórri framleiðslu í dag og myndin er tekin á filmu (þetta kallar maður að fara „back to basics“). Þegar horft er á stikluna fyrir myndina sést strax hvað rammarnir eru með fallegri áferð. Áferðin á filmunni gefur svo mikið sem stafræna tæknin kemst ekki nálægt. Svo sér maður hver einn af aðalframleiðendunum er og þá áttar maður sig á hvaðan þessi sérstaka vinnuaðferð kemur, en Christopher Nolan er einn framleiðandinn og líklega stóri áhrifavaldur Snyder.

    Það eru liðin 75 ár síðan Superman lenti fyrst með miklum krafti á blaðsíðum myndasögubálksins Action Comics, nr. 1, 18. apríl 1938 og varð þar með ein fyrsta ofurhetjan sem birtist í myndasögu og er talið að gullöld myndasögunnar hafi byrjað með þessari útgáfu. Action Comics varð síðan að DC comics, sem eflaust margir kannast við. Superman hefur síðan birst í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í gegnum tíðina en útlit hans hefur breyst mikið og verður nú litið yfir sögu og þróun Superman, aðallega hvernig níþröngi og mjög svo þægilegi búningurinn hefur þróast, því það hafa allir mestan áhuga á því – er það ekki annars?

     

    1938

    Action Comics nr. 1 kemur út. Superman kynntur til sögunnar, uppruni hans og hæfileikar.

    Superman - Action Comics

     

    Fjórði áratugurinn

    Það leið ekki á löngu þangað til Superman fékk sína eigin myndasögu enda varð persónan gríðarlega vinsæl.

    Superman - Comic

     

    1948

    Vinsældir Superman jukust jafnt og þétt og birtust sögur um hann í dagblöðum, útvarpi og teiknimyndum. Árið 1948 voru sýndar stuttar kvikmyndaseríur í kvikmyndahúsum, undanfari sjónvarpsþátta. Fyrsti leikarinn til að fara í búninginn hét Kirk Alyn.

    Superman - 1948

     

    1952

    Sjónvarpið er nýkomið til sögunnar og þættirnir The Adventures of Superman hefja göngu sína eru sýndir frá 1952 til 1958. Aðalleikari þeirra þátta hét George Reeves og urðu þættirnir gríðarlega vinsælir.

    Superman - 1952

     

    Sjötti áratugurinn

    Þó svo að Superman væri vinsæll á sjónvarpsskjánum hélt hann áfram að birtast í myndasögum og voru þær ekkert minna vinsælli. Ímynd hans mótaðist á þessum tíma, merkið tók á sig nánast endanlega mynd og vöðvarnir komu betur í ljós.

    Superman - 1960s

     

    1966

    Söngleikurinn um Superman, It’s a Bird…It’s a plane…It’s Superman, er frumsýndur á Broadway en varð ekki langlífur. Kemur á óvart!

    Superman - 1966

     

    1973

    Teiknimyndaþættirnir Super Friends, þar sem Superman kemur við sögu eru sýndir í sjónvarpi og voru langlífir, sýndir á árunum 1973 til 1986.

    Superman - 1973

     

    1978

    Christopher Reeve fer í þrönga búninginn og goðsögn verður til. Marlon Brando leikur föður hans, Jor-El. Gene Hackman er vondi karlinn, Lex Luthor og kvikmyndamógularnir í Hollywood áttu eftir að átta sig á því að ofurhetjur í kvikmyndum eru peningamaskína.

    Superman - Reeve

     

    Níundi áratugurinn

    Um miðjan níunda áratuginn höfðu meira en 400 tölublöð komið út um Superman.

    Superman - 1990s

     

    1993

    Sjónvarpsþættirnir Lois & Clark: The New Adventures of Superman eru frumsýndir. Hin misgóði Dean Cain treður sér í búninginn og Teri Hatcher verður stjarna sem Lois Lane.

    Superman - 1993

     

    1996

    Nýjar teiknimyndir um Superman litu dagsins ljós og komu í kjölfar vinsælda teiknimyndaþátta um Batman. Voru sýndir til ársins 2000.

    Superman - 1996

     

    2001

    Þar sem vinsældir unglingaþátta jukust jafnt og þétt komu fram í dagsljósið þættirnir Smallville um unglinginn Superman, ástir og örlög – þið þekkið þetta kjaftæði. Tom Welling lék Superman og stelpurnar lágu andvaka. Þættirnir voru sýndir til ársins 2011.

    Superman - Smallville

     

    2006

    Kvikmyndin Superman Returns kemur út. Búningurinn er ekki í takt við nútímann og framleiðendur ekki nógu kaldir. Myndin gekk ekki vel í kvikmyndahúsum og fékk dræmar viðtökur gagnrýnenda.

    Superman - 2006

     

    2011

    Myndasögurnar um Superman hafa tekið miklum breytingum í gegnum tíðina og er ofurhetjan nú orðin mun brothættari sem persóna. Meiri drungi og noir einkenni svífa yfir vötnum í þessum nýjum sögum.

    Superman - 2011 comic

     

    2013

    Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir Man of Steel og ef eitthvað er að marka kynningarefnið sem komið hefur út síðustu mánuði þá er von á feitum bita frá vænum sauð! Myndin er frumsýnd 21. júní hér á landi.

    Superman - Man of Steel

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.

     

    ofurhetjur superman
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3 2013: Væntanlegir leikir á 3DS [STIKLUR]
    Næsta færsla Mía & Mjálmar – Ný íslensk vefmyndasaga
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.