Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Eve Online Sinfóníutónleikar í Hörpu
    Fréttir1

    Eve Online Sinfóníutónleikar í Hörpu

    Höf. Nörd Norðursins12. desember 2012Uppfært:13. desember 2012Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Sinfóníuhljómsveit Íslands mun spila tölvuleikjatónlist úr EVE Online í Hörpu á Fanfest 2013. Íslenska leikjafyrirtækið CCP tilkynnti þetta í hádeginu í dag, en tilefni tónleikanna er 10 ára afmæli leiksins.

    Sinfóníuhljómsveit Íslands er sífellt að fá fleiri stig frá okkur nördunum, en hljómsveitin hefur nú þegar haldið Lord of the Rings tónleika og Star Wars tónleika fyrir skemmstu. EVE Online tónleikarnir verða fyrstu alvöru tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar sem tengjast tölvuleik með svo beinum hætti, en til gamans má geta að þá var skorað var á hljómsveitina fyrr á árinu til að halda tölvuleikjatónleika.

    Miðasala er nú þegar hafin og er að kaupa miða hér, á heimasíðu Hörpu, og kostar hver miði á bilinu 2.900 – 3.900 kr. Tónleikarnir verða haldnir þann 24. apríl 2013 kl. 21:00.

    Það er Jón Hallur Haraldsson, eða RealX, sem samdi tónlistina fyrir EVE Online og má nálgast gagnrýni á tónlistinni úr leiknum hér á Nörd Norðursins. Á heimasíðu Hörpu er sagt nánar frá tónlistarmanninum og tölvuleikjatónlistinni:

    Jón Hallur Haraldsson (einnig þekktur sem RealX) hefur verið hjá CCP síðan árið 2000, og á árunum 2002 til 2009 skrifaði hann upprunalegu tónlistina fyrir EVE Online. Að öðrum eiginleikum leikjarins ólöstuðum hefur tónlistin í honum ávallt verið ein af sterkustu einkennum hans. Tónlist Jóns Halls hefur verið lýst sem sterkri skírskotun í sveimtónlist níunda áratugarins – einskonar blöndu af Jean-Michel Jarre og Vangelis. Þessi tónlist er nú orðin nokkurn veginn sígild fyrir þeim sem á hana hlýða, og mætti segja að hún verði sígildari en nokkru sinni fyrr nú þegar hún mun í fyrsta sinn vera flutt af sinfóníuhljómsveit. Leikmenn hvaðanæva að úr heiminum hafa lofað tónlistina og margoft beðið um meira, og það er aldrei að vita nema RealX lumi á einhverju nýju meistaraverki í náinni framtíð. Hann er enn virkur meðlimur í tónlistar- og hljóðdeild leikjarins og er þar að auki nýverið farinn að fást við hljóðforritun.

    EVE sinfónían samanstendur af tíu frægum lögum úr EVE, s.s. „Stellar Shadows“ og „Surplus of Rare Artifacts“, og var það tónskáldið Kristján Guðjónsson sem setti þau upp fyrir sinfóníuhljómsveit. Í gegnum nákvæma nálgun á tónlistinni tekst Kristjáni að færa hvert lag í sinfóníubúning sem er nógu líkur upprunalegu útgáfunni til að kunnugir þekki það, en notast á sama tíma við þau tónundur sem aðeins sinfóníuhljómsveit getur framkvæmt.

     

    Heimildir: EVE Community, EVE Fanfest 2013 og Harpa.is
    Mynd: Harpa.is

    – BÞJ

    Bjarki Þór Jónsson ccp eve online fanfest fanfest 2013 sinfó Sinfóníuhljómsveit Íslands
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: The Possession (2012)
    Næsta færsla Bókarýni: Salem’s Lot eftir Stephen King
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.