Fréttir1

Birt þann 4. nóvember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Bíó Paradís kynnir Svarta sunnudaga

Svartir sunnudagar byrja í Bíó Paradís í kvöld. Á bakvið þennan klassíska hóp standa þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sigurður Sigurðsson (Sjón). Ein besta uppvakningamynd allra tíma, Dawn of the Dead frá árinu 1978, verður sýnd kl. 20:00 í kvöld.

Á Facebook-síðu Svörtu sunnudaga segir:

Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Forsíðumynd: Svartir sunnudagar á Facebook (Hugleikur, Sigurjón og Sjón)

– BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑