Allt annað

Birt þann 8. október, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

World of Warcraft heimurinn endurgerður í Minecraft

Einn duglegur forritari sem gengur undir nafninu Rumsey hefur tekist að endurgera allan heim World of Warcraft í hinum vinsæla byggingarleik Minecraft. Sköpunarverk Rumseys inniheldur um 68 milljarða kubba og er um 275 ferkílómetrar að stærð. Til þess að spila heiminn þarf um 24 gigabyte af minni og þá þarf einnig að skipta leiknum upp á sjö samtengda undirvefþjóna til að komast fram hjá hæðartakmörkum leiksins, en hæsti punktur heimsins er í um eins kílómetra hæð. Svo það fari ekki á milli mála þá byggði Rumsey ekki þennan heim kubb fyrir kubb eins og venjan er í Minecraft, heldur bjó hann til sérstakt forrit sem í vissum skilningi skannaði World of Warcraft heiminn innan í Minecraft, en það ferli tók um sólarhring. Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar myndir úr World of Minecraft (ho ho) heimi Rumsey, en vanir World of Warcraft spilarar ættu að þekkja til eitthverja þessara staða.

Þeir sem vilja fræðast meira um verkefni Rumsey geta fylgt þessum hlekk hér, og þeir sem vilja sjá fleiri myndir af endurgerð World of Warcraft heimsins geta fylgt þessum hlekk hér.

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑