Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Seinustu leikjum heimsmeistaramótsins í League of Legends frestað
    Fréttir1

    Seinustu leikjum heimsmeistaramótsins í League of Legends frestað

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason7. október 2012Uppfært:1. mars 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Seinustu leikjunum í League of Legends heimsmeistaramótinu hefur verið frestað í óákveðin tíma. Í gær var stefnt á að seinustu undanúrslitaleikirnir í heimsmeistaramótinu yrðu spilaðir, en sökum óstöðugs netsambands á mótsstað reyndist ómögulegt að halda mótinu áfram. Þrír leikir á milli CLG EU og World Elite þurftu að spilast aftur frá grunni eftir að netsamband rofnaði trekk í trekk. Eftir að þriðji leikurinn hafði dottið út sökum netörðugleika, og dagskrá mótsins þegar orðin rúmlega 6 tímum á eftir áætlun, var ákvörðun tekin um að fresta restinni af mótinu í óákveðin tíma, en leikirnir verða þó spilaðir einhvern tíman seinna í þessari viku.

    Netverjar sem fylgdust með mótinu heiman frá sér voru margir hverjir orðnir óþreyjufullir eftir að hafa misst samband við hlaðvarp mótsins fjölmörgum sinnum, og voru samskiptavefir logandi af gagnrýni í garð Riot (Tölvuleikjafyrirtækið á bak við League of Legends) fyrir að vera of seinir að gefa upplýsingar um hvert vandamálið væri.

    Þó virðist vera sem að þeir áhorfendur sem fóru á mótstaðinn sjálfan hafi skemmt sér konunglega þrátt fyrir tæknivesenið sem seinkaði mótinu. Einn notandi samskiptavefsins Reddit sem var staddur á mótinu hrósaði mótshöldurunum fyrir að takast á við vandamálið á mjög fagmannlegan máta: „Ég er á mótinu og Riot er að takast á við þetta á aðdáunarverðan hátt. Þeir eru búnir að kaupa upp alla nærliggjandi pítsustaði og hafa gefið öllum áhorfendum að borða. Starfsfólkið er að spjalla við hópinn og skemmta okkur með Jatt og Dman á sviðinu. Meira að segja spilararnir eru að blanda geði við áhorfendur. Vel gert Riot. Áhorfendurnir styðja ykkur!“

    Ljóst er að eitthvað hefur klikkað í tæknimálum mótsins og Riot munu eflaust læra mikið af þessu mistökum sínum. Þó á eftir að koma í ljós hvernig framhaldi mótsins verður háttað, en enn er óráðið hvort CLG EU eða World Elite komast áfram í fjögurra liða undanúrslitin til að spila við Azubu Frost, en þar eiga einnig Moscow 5 og Tapei Assasins eftir að kljást um sín sæti í úrslitaviðureigninni.

    – KÓS

    Kristinn Ólafur Smárason League of Legends
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHugverkið mitt: Hörður Smári hannar skotleik í HTML5
    Næsta færsla World of Warcraft heimurinn endurgerður í Minecraft
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.