Bíó og TV

Birt þann 20. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Game Tíví hefst í kvöld á Popptíví

Þeir Game Tíví bræður, Ólafur Þór og Sverrir Bergmann, hafa fært sig yfir á Popptíví og Stöð 2 og hefst fyrsti þátturinn í elleftu seríu af þessum vinsæla tölvuleikjaþætti í kvöld klukkan 19:50 á Popptíví.

Þættirnir voru síðast sýndir á Skjá Einum en þar fjölluðu þeir Ólafur og Sverrir um nýjustu leikina að hverju sinni, væntanlega leiki ásamt því að slá á létta strengi af og til með áskorunum, keppnum og getraunum.

Í þessum fyrsta þætti verða leikirnir Sleeping Dogs og Darksiders 2 gagnrýndir, þeir skoða 7D bíóið í Skemmtigarðinum, spila leik á iPad, birta topplista yfir 5 verstu ofurhetjuleiki allra tíma og skoða leikina Borderlands 2, Call of Duty: Black Ops 2, Far Cry 3, Counter-Strike: Global Offensive, Guild Wars 2 og Remember Me.

Vefsíða Game Tíví, www.gametivi.is, hefur legið niðri í nokkrar vikur vegna breytinganna, en vonast er til þess að síðan fari aftur í loftið bráðlega. Á meðan geta áhugasamir fylgst með því helsta á Facebook síðu Game Tíví.

Þættirnir verða sýndir kl. 19:50 á Popptíví á fimmtudögum og endursýndir sama kvöld kl. 22:40 á Popptíví og kl 14:45 á föstudögum á Stöð 2. Einnig verður hægt að nálgast þættina á Visir.is.


Heimild/Mynd: Visir.is og Game Tíví á Facebook.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑