Samkvæmt nýbirtum gögnum frá Samtökum leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI – Icelandic Game Industry) hafa leikjafyrirtækin aldrei verið fleiri á Íslandi en nú, árið 2025. Að lágmarki 24 leikjafyrirtæki eru í virkum rekstri og starfa yfir 500 manns í leikjaiðnaðinum á Íslandi. Þetta er töluverð fjölgun frá seinustu tölum sem eru árinu 2022 þegar starfsmenn voru 449 talsins.
Samtökin taka fram að árið 2025 sé stærsta leikjaárið á Íslandi til þessa og að vöxtur er um 10% á milli ára.
Samtökin taka fram að árið 2025 sé stærsta leikjaárið á Íslandi til þessa og að vöxtur er um 10% á milli ára. Innlendar og erlendar fjárfestingar innan leikjaiðnaðarins hér á landi nema 25 milljónum Bandaríkjadala í ár, eða um 3,2 milljörðum íslenskra króna sé miðað við núverandi gengi. Þetta er töluvert lægri fjárfesting en árið 2021 en þá voru fjárfestingar nánast tvöfalt hærri, eða 48 milljón dollarar.
Nýju gögnin eru birt á uppfærðri vefsíðu IGI sem fór í loftið fyrir skemmstu. Aldrei hafa jafn margir leikir verið í þróun eða fullkláraðir og um þessar mundir – þar má nefna leiki á borð við Echoes of the End, Gang of Frogs, Kards, EVE Online, Walk of Life, Phantom Spark, Starborne: Frontiers og Island of Winds.
Þess má geta að þá mun Samtök leikjaframleiðenda í samstarfi við við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu halda viðburðinn Icelandic Game Fest á Arena Gaming og Steam leikjaveitunni þann 22. nóvember næstkomandi. Þar gefst gestum kostur á að prófa leiki sem hannaðir eru af leikjafyrirtækjum á Íslandi og spjalla við hönnuði leikjanna sem verða á staðnum.
Mynd: IGI.is
