Leikurinn Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út á PC (Steam), Xbox Series S|X og PlayStation 5 þann 12. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða metnaðarfullan hasar- og ævintýrarleik sem hefur verið í þróun í um áratug.
Starfsfólk Myrkur Games mun heimsækja Nexus og IKEA á komandi dögum og leyfa gestum og gangandi að prófa leikinn og svara spurningum. Ný og endurbætt útgáfa af leiknum, svokölluð Enhanced Edition, leit dagsins ljós um seinustu mánaðarmót þar sem grafík og spilun var endurbætt og nýjum viðbótum var bætt við leikinn.
Spilun verður í boði í IKEA sunnudaginn 23. nóvember milli kl. 11:00 og 16:00. Viku síðar, eða sunnudaginn 30. nóvember, verður hægt að prófa leikinn og spjalla við hönnuði leiksins í Nexus milli kl. 11:30 og 16:00. Athugið að leikurinn er bannaðar innan 18 ára þar sem hann inniheldur ofbeldisfullt efni. Ofbeldisstillingar verða stilltar á lægstu stillingar fyrir báðar kynningarnar.
- Facebook viðburður: Echoes of the End leikjakynning í IKEA 23. nóvember
- Facebook viðburður: Echoes of the End leikjakynning í Nexus 30. nóvember
