Echoes of the End er kominn út – sjáðu útgáfustikluna
Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út kl. 15:00 í dag á PlayStation 5, Xbox Series S|X og PC. Um er að ræða fyrsta leik Myrkur Games sem hefur verið í þróun í yfir áratug. Nörd Norðursins fékk að sjá sýnishorn úr leiknum fyrir útgáfu og lýstum við leiknum sem „metnaðarfullum ævintýraleik“ í nýlegri frétt.
Echoes of the End frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games kom út kl. 15:00 í dag á PlayStation 5, Xbox Series S|X og PC.
Í fréttatilkynningu frá Myrkur Games sem send var út í dag er leiknum lýst sem „hasar- og ævintýraleik í þriðju persónu sem gerist í upprunalegum ævintýraheimi sem Myrkur Games hefur skapað. Leikurinn samtvinnar hjartnæma frásögn við sverðabardaga, öfluga galdra og fjölbreyttar þrautir, og munu leikmenn ferðast um stórbrotið landslag innblásið af Íslandi í leit sinni að sannleikanum.“
Echoes of the End kostar $39,99 á fullu verði á Steam en 10% afsláttur er í gildi og kostar leikurinn því $34,99 á útgáfudag leiksins. Í evrópsku PSN búðinni kostar leikurinn €39,99 en PS+ meðlimir fá sama 10% afslátt. Xbox útgáfan af leiknum kostar $39,99. Í íslenskum krónum gera þetta í kringum 5.000 kr. á núverandi gengi. Leikurinn er bannaður innan 18 ára.
Á komandi dögum munum við hjá Nörd Norðursins fjalla nánar um leikinn. Í millitíðinni bendum við á eldra efni sem tengist leiknum á vef Nörd Norðursins.