Fréttir

Birt þann 6. mars, 2025 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Styttist í EVE Fanfest – stærsta tölvuleikjaviðburðinn á Íslandi

Tölvuleikjahátíðin og ráðstefnan EVE Fanfest fer fram dagana 1.-3. maí í Hörpu.

Tölvuleikjahátíðin og ráðstefnan EVE Fanfest fer fram dagana 1.-3. maí í Hörpu. Líkt og fyrri ár verður lögð áhersla á EVE Online fjölspilunarleikinn sem CCP gaf út árið 2003 og hefur verið í stöðugri þróun síðan þá. Á EVE Fanfest fá spilarar einnig einstakt tækifæri til að ræða beint við leikjahönnuði og annað starfsfólk CCP um EVE Online og mögulega aðra leiki fyrirtæksins. Þó svo að áhersla sé lögð á EVE Online geta allir sem hafa áhuga á tölvuleikjum eða leikjabransanum yfirleitt fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig eru nokkrir viðburðir í boði sem snúast bara um að hafa gaman saman og ber þar helst að nefna Party at the Top of the World tónleikana.

Uppselt er á EVE Fanfest en hægt er að skrá sig á biðlista ef miðar losna. Verð á EVE Fanfest kostar 295 Bandaríkjadali eða um 40.000 kr. Í því verði fylgir aðgangur á alla ráðstefnuna, miði á Party of the Top of the World, stuttermabolur og fleiri hlutir. Dagskrá ráðstefnunnar verður birt þegar nær dregur.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑