Fréttir

Birt þann 23. febrúar, 2025 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Konur spila frítt á konudeginum í Arena

Rafíþróttamiðstöðin Arena býður konum að spila frítt að tilefni konudagsins. Arena er með öfluga aðstöðu með 100 Alienware tölvur og 11 PlayStation leikjatölvur. Á staðnum er hægt að fá beint aðgengi að leikjum á borð við Minecraft, Fortnite, Counter-Strike, Rocket League, FC og fleiri vinsælum leikjum.

Fyrir ítarlegri upplýsingar er hægt að skoða heimasíðu Arena, lesa fréttagrein Nörd Norðursins um opnun Arena frá árinu 2021 eða hlusta á þátt 27 af Leikjavarpinu – Hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins frá saman ári.

Nörd Norðursins óskar öllum gleðilegs konudags!

Mynd: Arena Gaming á Facebook

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑