Fréttir

Birt þann 21. desember, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Out of the Loop fær uppfærslu fyrir jólin

Leikurinn Out of the Loop frá íslenska leikjafyrirtækinu Tasty Rook hefur fengið uppfærslu sem inniheldur meira efni. Out of the Loop er einfaldur en skemmtilegur partýleikur fyrir 3-9 spilara. Leikurinn styður íslenskt tungumál og tekur hver umferð aðeins um 10 mínútur.

Nýjasta uppfærslan inniheldur fjóra nýja flokka: Störf (jobs), hræðilegar gjafir (terrible gifts), leikföng (toys) og tónlistarflokkar (music genres).

Out of the Loop spilast þannig að allir leikmenn nema einn fá að vita leyniorð í upphafi. Allir leikmenn svara svo einföldum spurningum sem tengjast leyniorðinu og reyna leikmenn þannig að átta sig á því hver það er sem er út á túni (veit ekki leyniorðið). Í lok leiks giska leikmenn á hver úr hópnum sé út á túni, og getur sá sem á túninu er nælt sér í stig með því að finna út hvert leyniorðið var.

Nýjasta uppfærslan inniheldur fjóra nýja flokka: Störf (jobs), hræðilegar gjafir (terrible gifts), leikföng (toys) og tónlistarflokkar (music genres).

Out of the Loop er fáanlegur á iOS og Android.

Forsíðumynd: Steingerður Lóa (leikjahönnuður) á Facebook

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑