Birt þann 5. september, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Ísland sögusvið víkingaleiksins Landnáma – Viðtal við Mathias Tournier hjá Sonderland
Tölvuleikurinn Landnáma fangaði athygli okkar hjá Nörd Norðursins á dögunum en leikurinn fjallar um landnám Íslands. Markmiðið í leiknum er að ná að setjast að á Íslandi og svo að það takist er nauðsynlegt að byggja upp samfélagið og undirbúa sig fyrir kalda og erfiða vetra sem taka sinn toll.
Í seinasta mánuði gagnrýndum við leikinn þar sem hann er að nálgast ítarlegri umfjöllun ásamt því sem við birtum myndband sem sýnir brot úr spilun leiksins. Við fengum Mathias Tournier í stutt viðtal en hann er einn af stofnendum Sonderland, leikjafyrirtæksins sem gerði leikinn. Okkur langaði að forvitnast nánar um tengslin við Ísland og hvernig það kom til að Ísland varð á endanum valið sem sögusvið leiksins.
Hver er sagan á bak við uppruna leiksins og hvernig kom til að þið ákváðu að nota Ísland sem aðal staðsetningu fyrir leikinn?
Ég hef mikinn áhuga á sögu og þá aðallega miðöldum þar sem ég hef sérstakan áhuga á pólitísku landslagi Norður-Evrópu þess tíma. Út frá því fórum við að velta fyrir okkur hugmyndinni um að búa til leik sem gerist á þessu tímabili – af þessari ástæðu og einnig vegna þess að þetta er þema sem margir spilara þekkja til. Í stað þess að styðjast við skopstælingar og gervi-sögu líkt og er gert í mörgum leikjum ákváðum við mjög snemma í verkefninu að við vildum gera leikinn eins nákvæman og við gætum. Við ákváðum líka að sleppa hernaðarþættinum og einbeita okkur að landnámsmönnum og erfiðleikum sem þeir þurftu að ganga í gegnum á þeim tíma.
Að lokinni rannsóknarvinnu okkar kom Ísland og saga þess fljótt upp og bauð hún upp á fullkomna bakgrunnssögu fyrir það sem við vildum ná fram með leiknum hvað varðar umhverfi, sögu og atburði.
Að lokinni rannsóknarvinnu okkar kom Ísland og saga þess fljótt upp og bauð hún upp á fullkomna bakgrunnssögu fyrir það sem við vildum ná fram með leiknum hvað varðar umhverfi, sögu og atburði. Víkingaleikur án ofbeldis þar sem þú þarft að kljást við erfiðleika náttúrunnar á meðan þú reynir að nema land. Þema Landnámabókar hjálpaði hjálpaði okkur við að fínstilla notendaviðmótið í leiknum sem og hugmyndina um að hver leikmaður skrifaði sína eigin útgáfu af sögunni með hverju leiklotu. Við hugsuðum líka að þetta hljómaði mjög töff – jafnvel þó leikmenn eigi stundum erfitt með að segja nafnið og kalla leikinn LandMANA – segir Mathias og brosir.
Leikurinn gerist á Íslandi og inniheldur fullt af íslenskum tilvísunum. Til dæmis norðurljós, jökla, eldfjöll og einnig íslensk nöfn og staði eins og Stuðlagil og Kirkjufell. Þurftir þú að kynna þér sögu Íslands sérstaklega fyrir leikinn eða hafðir þú þegar þá þekkingu?
Við vissum ekki mikið um Ísland eða staðfræði þess áður en við fórum að setja saman grunnatriði leiksins. Þegar við loks ákváðum að Ísland og saga þess yrði sögusvið leiksins þá fórum við í mikla rannsóknarvinnu og lásum meðal annars fornleifafræðilegar ritgerðir sem voru aðgengilegar á netinu, enska þýðingu á Landnámabók sem fékk okkur til að tengja atburði við staði. Við vorum einnig í sambandi við prófessor og námsbrautarformann í fornleifafræði við Háskóla Íslands sem tengdi okkur síðan við nokkra af nemendum sínum sem hjálpuðu til við að staðfesta sum atriði og þætti leiksins í samvinnu við okkur.
[…] náttúruundur Íslands fullkomna möguleika til að kenna leikmönnum um Ísland á meðan við héldum okkur eins nálægt raunveruleikanum og mögulegt var.
Til dæmis skoðuðum við hvaða iðngreinar voru algengar á Íslandi og þróuðust í iðnað á þeim tíma. Á þessum tíma var mýrarjárn eða mór notaður í járnframleiðslu í Norður-Evrópu sem varð til þess að við ákváðum að nota slíka staði í leiknum í stað hefðbundinna járnnáma sem sjást oft í herkænskuleikjum. Við vildum líka að spilarar gætu fundið öfluga staði með því að kanna svæði sem gæfu þeim bónusa sem vara alla söguna, og þannig buðu náttúruundur Íslands fullkomna möguleika til að kenna leikmönnum um Ísland á meðan við héldum okkur eins nálægt raunveruleikanum og mögulegt var. Þessi dæmi eru aðeins nokkur af þeim mörgu tilfellum þar sem rannsóknir okkar um Ísland, landslagi þess og sögu höfðu áhrif á hvernig við hönnuðum leikinn.
Eftir að hafa sýnt hluta af leiknum á TikTok, hafði kennari samband við okkur og sagði að hún hefði áhuga á að nota leikinn í kennslu hjá sér hér á Íslandi. Hvaða tækifæri býður leikurinn upp á í tengslum við menntun og fræðslu að þínu mati?
Það er frábært að heyra! Það sem var okkur alltaf kært var að fræða spilara um sögu Íslands. Ég er ekki viss um að leikurinn bjóði upp á mörg tækifæri sem stuðningur við að læra söguna þar sem við tókum okkur nokkur sköpunarfrelsi. Kortið og svæðin eru einnig örlítið óhófleg í nafngiftum, sum þeirra komu mun síðar í íslenskri sögu. Þrátt fyrir það, þá held ég að það gæti verið skemmtileg og áhugaverð leið fyrir kennara til að tengjast nemendum sínum á sviði íslenskrar sögu. Þó skal ekki taka Landnámu sem sögubók eða fræðsluleik.
Leikurinn er nú fáanlegur á Steam, Xbox One, Xbox Series S|X og Switch. Mun leikurinn koma út á öðrum vettvangi og eru einhverjar útgáfudagsetningar staðfestar?
Leikurinn mun koma út á farsíma (iOS / Android) á komandi vikum þar sem við erum nú að vinna að því! Við erum einnig að íhuga að gefa hann út á Playstation en það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það né hefur útgáfudagur verið staðfestur.
Er eitthvað sem þú vilt segja í lokin til lesenda okkar á Íslandi?
Ég vil byrja á því að þakka fyrir áhugann á leiknum okkar. Við vonum að Íslendingum líki við hann og að við höfum gert landinu og sögu þess réttlæti með Landnámu! Einn drauma okkar er að fá leikinn þýddan á íslensku líka, svo ef einhver hefur áhuga getur hann haft samband við okkur @sonderland.