Fréttir

Birt þann 23. maí, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

0

Starborne Frontiers tilnefndur til verðlauna

Tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds er tilnefndur til verðlauna á Nordic Game verðlaunarhátíðinni. Leikurinn er tilnefndur í flokknum besti norræni leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year – Small Screen) og keppir við leikina Rytmos frá Floppy Club, Vampire the Masquerade Justice frá Fast Travel Games, Super Adventure Hand frá Devm Games og Demeo Battles frá Resolution Games.

Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem tilnefndur er til verðlauna í ár en tilnefndir leikir sýna brot af því besta úr leikjaiðnaðinum á Norðurlöndunum […]

Starborne Frontiers er eini leikurinn frá íslensku leikjafyrirtæki sem tilnefndur er til verðlauna í ár en tilnefndir leikir sýna brot af því besta úr leikjaiðnaðinum á Norðurlöndunum – Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Í flokknum besti norræni leikur ársins (Nordic Game of the Year) eru eftirfarandi leikir tilnefndir til verðlauna: Alan Wake 2 frá Remedy Entertainment, Trine 5: A Clockwork Conspiracy frá Frozenbyte, COCOON frá Geometric Interactive, Teslagrad 2 frá Rain AS og The Finals frá Embark Studios.

Vinningshafar verða kynntir á Nordic Game verðlaunahátíðinni síðar í dag, fimmtudaginn 23. maí. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu á YouTube-rás Nordic Game. Verðlaunaafhendingin hefst kl. 16:00 á íslenskum tíma (kl. 18:00 á staðartíma, í Malmö Svíþjóð).

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑