Greinar

Birt þann 28. maí, 2024 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Samstarfsgrein – Sveinn uppfærir tölvuna á ný

Uppfærslu grein Part 2 í samvinnu við Kísildal.is

Þessi grein var skrifuð af Sveini Aðalsteini í samstarfi við Kísildal. Höfundur fékk afslátt af vörunum frá þeim til að uppfæra einkatölvuna sína.

Kynning

Fyrir rétt um tveimur árum síðan uppfærði ég hluta af PC tölvunni minni og gerði það í samvinnu fyrir fyrirtækið Kísildal og birti síðan árangurinn í grein hérna á Nörd Norðursins. Ætlunin var alltaf að framkvæma þetta tveimur hlutum. Í fyrstu umferðinni var skjákort tölvunnar tekið fyrir og uppfært úr Nvidia GeForce 1060 GB korti frá MSI yfir í Nvidia GeForce 3080Ti frá framleiðandanum Pallit. Í leiðinni var keyptur nýr tölvukassi og talsvert öflugri aflgjafi. Þessar uppfærslur voru undirbúningur fyrir næsta skrefi  af uppfærslunni minni. Það þurfti meira afl út af kröftugra skjákorti sem ég var að setja í vélina þá, einnig vissi ég að þegar ég myndi uppfæra örgjörva tölvunnar og aðra hluti þá borgaði sig að vera með nægt afl.

Í tilefni þess að rétt um tvö ár eru liðin síðan að ég uppfærði tölvuna mína síðast, ákvað ég að heyra í þeim í Kísildal á ný og kanna  áhugann á að vera með í næsta hluta  ásamt að fá góð ráð um rétta íhluti til að velja og ábendingar um hvað myndi nýtast mér sem best í framtíðinni.

Eftir smá spjall þá lentum við á góðri niðurstöðu sem ég tel að muni reynast vel í mörg ár. 

Hvað var uppfært?

Í síðari hlutanum af PC uppfærslu minni var ég með það í huga að örgjörvi vélarinnar væri kjarni uppfærslunnar og allt annað myndi vera hugsað í kringum það. Það eru ótal möguleikar í boði fyrir fólk í þessum málum og það er aldrei nein ákveðin lausn sem hentar öllum. Það sem ég myndi ávallt mæla með er að spá fyrst í hvað það er sem tölvan er notuð til að gera og auðvitað endanlega verð. Eins og með marga hluti þá er alltaf hægt að eyða og eyða peningum í vitleysu ef það er ekki skoðuð heildarmyndin hvað er verið að setja saman í upphafi.

Algengustu hlutirnir sem fólk uppfærir í tölvum sínum eru helst  vinnsluminni, gagnageymslur, sem sagt harðir diskar eða í raun SSD diskar í dag, og  síðast en ekki síst er skjákort ein besta uppfærslan sem er hægt að gera og nýtist einna best í tölvuleikjum en einnig  mynd- og vídeóvinnslu.

Það sem aftur á móti er sjaldnast uppfært  af flestum er örgjörvi vélarinnar eða það sem er oft kallaður „heili” tölvunnar. Í gegnum hann flæðir í raun allt í tölvunni og því skiptir máli að hann nýtist fólki vel og muni endast í einhvern tíma vegna þess að uppfæra hann er vanalega dýrt og ekki alltaf einfalt þegar einhver tími er liðinn frá að hann var keyptur. Fyrirtækin Intel og AMD eru stærstu aðilarnir í örgjafa bransanum í dag og flestallar PC tölvu keyra einhvers konar útgáfur af þeirra örgjöfum. Aðrar vélar eins og Apple, spjaldtölvur og farsímar keyra oftast á það sem kallast ARM örgjörvar sem eru almennt óhentugir í leikjaspilun fyrir flesta notendur.

Ég valdi mér Intel i9 14900K örgjörva, hann er með samtals 24 kjarna, 32 þræði og er skipt niður í E og P kjarna. P-kjarnarnir eru þeir sem vinna mestu vinnuna í tölvunni, og hinir eru hugsaðir til að vinna ýmis bakgrunnsverkefni. Hann getur hæst keyrt í 6GZ. Það er þó undir vissum aðstæðum og vanalega í takmarkaðan tíma, örgjörvar í dag keyra á breytilegum hraða eftir hvað tölvan þarf,  til að spara rafmagn og minnka hita í tölvunni.

Hvað er P og E-core?

  • Performance-core (P-core) hröðustu CPU kjarnarnir, hannaðir að vinna með þunga vinnslu eins og 4K tölvuleikja spilun eða 3D mynd og vídeó vinnslu. 
  • Efficient-core (E-core) Orkusparandi kjarnar hannaðir til að vinna í bakgrunninum og gefa P-kjörnunum tækifæri á að sinna erfiðari vinnslu. Hentar vel fyrir vafra glugga í bakgrunninum, streyma á netinu o.f.l. 

Ef að ég væri bara að hugsa um vissa vinnslu þá hefði líklega smærri Intel örgjörvi hentað betur, eða jafnvel AMD Ryzen örgjafi sem hafa verið að koma einstaklega vel út síðustu árin og skákað Intel á mörgum sviðum. Bæði leikjavélar Sony og Microsoft keyra einmitt AMD útgáfu af örgjöfum og skjákortum á þessari kynslóð.

Ég valdi visst „overkill“ og tók þann stærsta sem var í boði og eitthvað sem myndi henta minni notkun þ.e.a.s. tölvuleikjaspilun, vídeóvinnslu og að streyma tölvuleikjum af PC vélinni, PS5 og Xbox leikjum í gegnum „capture“ kort í vélinni..

Ef að ég hefði verið að setja saman heila tölvu í einu þá hefði ég líklega fundið meiri málamiðlanir á örgjafanum upp á verð á móti getu hans.

Vanalega eru örgjörvar og skjákortin dýrustu hlutirnir í flestum tilfellum.

Nýjustu örgjörvar Intel þurfa bæði ótal wött af rafmagni til að keyra, einnig þurfa þeir góða kælingu til að keyra sem best. Ég hefði vel getað nýtt áfram Deepcool AK620 örgjörvakælinguna sem ég hef verið að nota, en ég ákvað að uppfæra aðeins í leiðinni og valdi vökvakælingu eftir gott spjall við starfsmenn Kísildals og var niðurstaðan EK-Nucleus AIO CR360 Dark með 3x120mm viftum sem blása í gegnum vatnsblokk sem er framan í kassanum.

Starfsfólkið hjá Kísildal mælti með ASRock Phantom Gaming Z790 Riptide WIFI móðurborðinu sem ég hoppaði á. Það sem heillaði mig helst við það voru gæðin og síðan að það er með pláss fyrir 5 Nvme SSD drif. Eitthvað sem fæstir munu þurfa en gaman að hafa möguleikann á því þó. Ekki verra er að eitt af því styður við Gen 5 Nvme drifs tækni upp á framtíðarmöguleika. Það er einnig stuðningur við DDR 5 vinnsluminni og borðið styður Wi-Fi 7 staðallinn. 

Ég valdi að fá mér 64GB af vinnsluminni frá G-Skill, sem er samsett af 2x32GB kubbum og þar sem móðurborðið er með 2 raufar lausar þá hef ég möguleikann á að uppfæra síðar meir ef ég vil. Þetta magn er algerlega óþarft fyrir nær alla sem nota tölvurnar á venjulega vegu og eru ekki á kafi í mynd- eða vídeóvinnslu, forritun eða annarri þungri vinnslu. Almennt í dag er notast við 16GB af vinnsluminni og margir láta sér duga  8GB. Þetta bil 16-32GB er gott viðmið  fyrir flesta og mun duga þeim í þó nokkurn tíma, að auki er vinnsluminni uppfærslu ein auðveldasta uppfærslan sem þú getur gert í dag til að bæta vinnslu vélarinnar ásamt að fara úr venjulegum hörðum diski yfir í SSD eða Nvme drif.

Þessir fjórir ofangreindir hlutir eru kjarninn af síðari uppfærslu minni. Ég fékk hina góðu starfsmenn Kísildals til að taka eldra móðurborðið, örgjafann, kælingu og vinnslunni úr tölvukassanum mínum og setja í annan eldri sem ég átti. Ég stefni á að nota „nýju“ gömlu tölvuna áfram sem gagnageymslu og skráamiðlara heima hjá mér. Annars er góð hugmynd að gefa eldri vélbúnaði nýtt líf með að gefa eða selja öðrum hann og stuðla að endurnýtingu raftækja í stað að þau safni ryki inn í geymslu og endi síðan á haugunum. Ég keypti síðan ódýran aflgjafa til að setja í þá vél þar sem ég átti ekki annan tiltækan.

Tilgangur uppfærslunnar og áhrif

Það sem ég var að leitast eftir með þessari uppfærslu var að losna undan þeim „flöskuháls“ sem rúmlega 5 ára Intel i7 9700K örgjörvinn minn var. Ég var farinn að finna það að 8 kjarnar hans voru ekki alveg öflugir lengur upp á þá notkun sem ég var að leitast eftir. Ef ég væri með hefðbundna notkun þá hefði hann geta enst mér líklega í nokkur ár í viðbót. Ég var að leita eftir örgjörva sem með fleiri kjarna til upp á að geta streymt og keyrt ýmis bakgrunnsverkefni án þess að tölvan myndi hiksta við það eða ég þurft að keyra leiki í lægri stillingum og gæðum til að halda fínum rammahraða.

Til að gera góðan samanburð á þessari uppfærslu, alveg eins og ég gerði fyrir síðustu uppfærslu grein mína, þá eyddi ég talsverðum tíma í að keyra ótal forrit, leiki og önnur próf til að fá samanburðartöflur fyrir og eftir uppfærsluna. Eftir að ég kom heim með nýju uppfærðu vélina frá Kísildal, þá voru sömu prófin keyrð á ný til að fá samanburðinn.

Intel Baseline eða stock?

Flestir munu líklega spyrja hvað er átt við með þessari fyrirsögn. Það er mjög skiljanlegt og skoðaði ég þessi mál talsvert sjálfur til að átta mig á því. Hérna er frétt fra Anantech um málið og svar Intel við þessu.

Í einföldu máli þá snýst þetta um síðustu tvær kynslóðir af Intel örgjörvum, tengdum vandamálum ofhitnunar og óstöðugleika í tölvuleikjum og forritum. Vandann má mest rekja til hröðustu og dýrustu Intel örgjörvana í i7 og i9 línum þeirra af 13xxx og 14xxx týpunum. Þetta snýst um að í mörg ár hefur Intel leyft framleiðendum móðurborða að sjá um vissar aflstillingar og stjórna hve mikið afl- eða vött örgjörvinn er að fá í hvert skipti. Þetta hefur skilað sér í betri frammistöðu örgjörvans en hin hliðin á málinu er aukinn hiti í tölvum fólks og hærri rafmagnsnotkun og jafnvel óstöðugleiki. Málið er nefnilega að ekki allir örgjörvar eru eins skapaðir; í raun eru þeir allir framleiddir eins, en það er oft talað um visst „silikón lotterí“ í tilfellum örgjörva eða skjákorta. Sum tæki keyra betur en önnur innan vissra marka og hafa meiri þolmörk til að ná betri klukkutíðni og eða hitaleiðni. Í nær öllum tilfellum er þessi munur óverulegur og eitthvað sem flestir myndu aldrei taka eftir.

Tapast eitthvað við að  „temja dýrið“ þ.e.a.s. að nýta ekki hámarksgetuna?

Vandamálin sem Intel og móðurborðs framleiðendur hafa átt við er að það er verið að keyra þessi tæki fram að ystu mörkunum sem tæknin leyfir og jafnvel yfir það sem skilar sér í vandamálum fyrir neytendur. Intel hefur gefið út leiðbeiningar til framleiðanda að uppfæra BIOS móðurborða sinna til að þau keyri betur með betra jafnvægi. Flest fyrirtæki í dag hafa komið með uppfærslur til að laga þetta og bæta við þessum möguleikum.

Í sambandi við PYPrime 2.0 prófið þá eru lægri tölur betra, annars í öðrum prófum er það hærri sem skiptir máli.

Munurinn samkvæmt öllu er lítill og fyrir flesta ekki þess virði til að gera  örgjörvann heitari og setja hann undir meira álag. Ég prufaði minn i9 14900K (K þýðir ólæstur örgjörvi) í báðum stillingum og það sem ég tók mest eftir þegar hann var keyrður án stillinga Intel varð hann heitari en stóð sig  betur í vissum forritum eða leikjum.

Í 3dMark Time Spy 1.2 grafíkprófinu var munurinn 19.330 stig á móti 19,349. Óstilltur þá fékk ég heilum 19 stigum meira í prófinu. Gamli örgjörvinn minn (i7 9700K) fékk 15.908 stig til samanburðar. 

Í Geekbench 6 prófinu fékk gamli 7.535 stig en nýji með Intel stillingunum 20.834 stig og móðurborðsstillingum 21.876. 

Í Red Dead Redemption 2 var munurinn heilir 2 rammar (fps) á sek! Eða 99.145 og 97,946 í 4K upplausn og bestu gæðum. Með Intel grunn stillingunum og því sem kemur frá móðurborðs framleiðandanum.

DaVinci Resolve, ég notaðist við myndband sem ég tók upp af Fallout 4 keyrandi á PlayStation 5 og renderaði í 4K 2.64 fyrir Youtube. Það tók 12mín og 20 sek að keyra á móðurborðsstillingunum og örgjörvinn hitti efstu hitamörkin á tímabili, þar sem hann þarf að slá af kraftinum til að ofhitna ekki. Hann notaði um 288w samkvæmt HWinfo forritinu þegar mest var. Til samanburðar með Intel stillingunum þá tók þetta 13 mín og 36 sek með hámark 207w rafmagnsnotkun á örgjörvanum og hann hélst kaldari og náði  ekki efstu mörkunum.

Örgjörva kjarnarnir að vinna á fullu í Last of Us 1

Augljós munur en varla nóg til að skipta of miklu máli að mínu mati. Í DaVinci þá var þetta heil mínúta sem ég get vel látið mig hafa í skiptum fyrir  jafnari og stöðugri vinnslu. Ég veit að ég gæti stillt kælingu tölvunnar til að eiga betur við hitann í hinni stillingunni á kostnað aukins hávaða í vélinni.

Intel mun síðar á þessu ári kynna nýja línu örgjörva með nafnið Arrow Lake sem á að vera stórt stökk í hönnun þeirra og þeir vonast til að breyti talsvert miklu í samkeppni þeirra við AMD. Eins og búast má við mun þetta kalla á ný móðurborð með LGA 1851 í stað LGA 1700 sem núverandi og eldri kynslóð hafa notað.

Hérna fyrir neðan er listi yfir „spekkana“ á núverandi PC vél minni ásamt tenglumr á þær vörur sem ég keypti hjá Kísildal fyrir þessa uppfærslu mína.

Nýju „spekkarnir“ breyttust í;

Verðin eru ekki sett inn þar sem þau geta breytast frá degi til dags  og vörur geta hætt í sölu. Best er að kíkja á vefsíðuna og sjá þau þar og það eru tengill hér fyrir ofan á hverja vöru.

Ég vil þakka Kísildal og starfsfólki þessi fyrir hjálpina við þetta verkefni hjá mér og allar þær góðu ráðleggingar sem ég fékk frá þeim. Það sem er einmitt svo mikilvægt, þegar fólk er að skoða að uppfæra eða kaupa nýja vél, er að gefa sér nægan tíma, senda línu á viðeigandi verslun eða bara kíkja til þeirra í spjall ef hægt er og segja þeim hvað þið eruð að leita eftir. Það er engin ein leið sem er best fyrir alla sem er einmitt það skemmtilega við PC tölvur hve auðvelt er að sérsníða þær að þörfum hvers og eins og jafnvel gera í nokkrum skrefum  eftir hvað fjárhagurinn eða áhuginn bíður upp á í hvert skiptið.

Ég býst vel við að þessi vél fái einhverja uppfærslu á næstu árum hjá mér sem yrði þó líklegast mest í formi aukins geymslupláss eða líklega nýjan tölvuskjá grunar mig. Núna er bara að sjá hvað Cities Skylines II eða Homeworld 3 segja um uppfærsluna hjá mér, og ekki má gleyma gamla vini mínum Football Manager seríunni 🙂

Fyrir þá sem eru forvitnir um það að uppfæra, kaupa sér nýja vél, skjá eða annan tölvutengdan búnað þá mæli ég með að kíkja á vefsíðu Kísildals, senda þeim línu eða  bara til að forvitnast. Verslun þeirra er í Síðumúla 15, 105 Rvk. einnig eru þeir á Facebook.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑