Fréttir

Birt þann 25. maí, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Íslenskir leikarar með stór hlutverk í Hellblade II

Tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II kom í verslanir þann 21. maí síðastliðinn og líkt og fram hefur komið í fyrri umfjöllunum okkar þá má finna fjölmargar tengingar í Hellblade II við Ísland, þar á meðal í gegnum íslenska tungumálið, íslenska náttúru – en tengingarnar eru fleiri.

Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton.

Tveir íslenskir leikarar fara með stór hlutverk í Hellblade II, þau Guðmundur Þorvaldsson og Aldís Amah Hamilton. Andlit leikaranna voru skönnuð og útfærð á stafrænt form og hreyfiföngun (motion capture) notuð til að túlka hreyfingar og viðbrögð karaktera þeirra, Fargrím og Ástriði. Líkt og í fyrri Hellblade leiknum þá fer Marlina Juergens með aðalhlutverkið og leikur Senua, aðalkarakter leiksins, sem er jafnframt sá karakter sem spilarinn stjórnar í Hellblade-leikjunum.

Þess má geta að Guðmundur og Aldís hafa bæði reynslu á sviði tölvuleikja. Guðmundur fór með hlutverk Sigurðar í Assassin’s Creed: Valhalla og Aldís fer með aðalhlutverkið í Echoes of the End, sem er ævintýraleikur sem er væntanlegur frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games.

Fleiri Íslendingar fara með hlutverk í Hellblade II. Í kreditlistanum eru þau Kolbeinn Arnbjörnsson, Jónas Birkisson, Hilmar Guðjónsson, Atli Gunnarsson, Oddur Júlíusson, Pétur Óskar Sigurðsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Kári Viðarsson titluð sem aukaleikarar.

Myndir: Skjáskot úr Meet the Cast myndböndum / Ninja Theory á YouTube

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑