Fréttir

Birt þann 24. maí, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hellblade II – með íslenskum texta!

Fyrr í vikunni var tölvuleikurinn Senua’s Saga: Hellblade II frá tölvuleikjafyrirtækinu Ninja Theory gefinn út á PC og Xbox Series leikjatölvurnar. Leikurinn er framhald af Hellblade: Senua’s Sacrifice frá árinu 2017 sem hlaut lof gagnrýnenda og tölvuleikjspilara. Þess má geta að þá hefur Nörd Norðursins birt gagnrýni á báðum leikjum; Hellblade: Senua’s Sacrifice og Senua’s Saga: Hellblade II.

Hellblade II er með margar sterkar tengingar við Ísland. Sterkasta og augljósasta tengingin er sögusvið leiksins sem er Ísland á 10. öld, en auk þess eru íslenskir leikarar sem fara með aðalhlutverk í leiknum og saga leiksins er innblásinn að hluta til af íslenskum þjóðsögum. Fleiri tengingar er vissulega hægt að finna ef dýpra er kafað.

Þegar stillingar leiksins eru kannaðar kemur í ljós að íslenska er meðal þeirra tungumála sem tölvuleikurinn styður þegar kemur að textuðu efni. Stuðningurinn nær yfir notendaviðmót leiksins og þýðingartexta (subtitles). Íslenska er afar sjaldgæfur valkostur í tungumálastillingum tölvuleikja í dag og er Senua’s Saga: Hellblade II fyrsti stórleikurinn sem styður íslensku með þessum hætti.

Þýðingin er á heildina litið vel heppnuð og þá sérstaklega þýðingartextinn sem fylgir leiknum þar sem nöfn eru fallbeygð og orð ekki beinþýdd úr ensku – sem dæmi er master þýtt sem húsbóndi í leiknum.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑