Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Fallout 4 fær uppfærslu í tilefni Fallout þáttanna
    Fréttir

    Fallout 4 fær uppfærslu í tilefni Fallout þáttanna

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson12. apríl 2024Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Bethesda hefur gefið út talsvert af nýjum upplýsingum í kringum „Next-Gen“ uppfærslu leiksins fyrir PlayStation 5 og Xbox Series X|S. Upprunalega voru þessar upplýsingar staðfestar árið 2022 en töfðust útaf alheimsfaraldrinum og öðrum ástæðum.

    Þessi uppfærsla fyrir leikinn er frí og mun koma út þann 25. Apríl næst komandi. Þessi uppgáfa færir leikmönnum útgáfu leiksins sem hönnuð er sérstaklega fyrir nýjum leikjavélarnar og til að nýta möguleika þeirra betur. Hægt verður að spila í Performance eða Quality stillingum í leiknum, nákvæmlega hvernig það mun virka hefur ekki verið staðfest, en Bethesda hefur þó sagt að „hægt verður að upplifa leikinn í allt að 60fps (römmum á sek) og í hærri upplausnum.“

    Fyrir þá sem eru en að spila leikinn á PS4 og Xbox One þá verður ný uppfærsla fyrir leikinn með ýmsum lagfæringum. PC útgáfa leiksins fær einnig uppfærslu fyrir breiðtjalds og „Ultra Wide“ upplausnir ásamt lagfæringum á Creation Kit o.f.l.

    Leikurinn er nú þegar til á Steam, Microsoft Store og GOG, en mun nú einnig koma til Epic Game Store og leikurinn verður Steam Deck verified, sem þýðir að það hefur verið hugsað til hvernig leikurinn keyrir á lófavél Valve.

    Það verður einnig nýtt söguefni í boði fyrir fólk að spila „Echoes of the Past“ er ný sögulína sem færir The Enclave til sögu Fallout 4. Einnig verður efni fyrir Creation Club eins og útlits skin fyrir vopn og brynjur innifalið:

    • Enclave Weapon Skins
    • Enclave Armor Skins
    • Tesla Cannon
    • Hellfire Power Armor
    • X-02 Power Armor
    • Heavy Incinerator
    • Að lokum er það Hrekkjavöku Workshop með 38 nýjum skreitingum til að gera byggðir þínar en hryllilegri.

    Tímasetningin er líklega engin tilviljun, þar sem sjónvarpsþættir Amazon Prime, Fallout voru að koma út þann 11. Apríl og hafa verið að fá góða dóma. Jonathan Nolan sem bjó til Westworld þættina fyrir HBO, leiðir þetta nýja samstarfsverkefni Bethesda og Amazon Prime.

    Todd Howard aðalhönnuður Fallout og Elder Scrolls leikjanna, sagði að vissir hlutir úr Fallout heiminum hefðu ekki endað í þáttunum þar sem Bethesda fyrirtækið sé að stefna að nota það í Fallout 5.

    Ef þið hafið aldrei spilað Fallout leikina þá er ekki slæmur tími að kíkja á þá núna og kannski skoða þættina í leiðinni. Hægt er að lesa gagnrýni okkar fyrir Fallout 4, Fallout 76 og Fallout Shelter á vefsíðu Nörd Norðursins.

    Heimild: Gamespot

    Amazon Prime Bethesda fallout Fallout 4 Jonathan Nolan Next-Gen pc ps4 PS5 RPG Westworld xbox one Xbox Series X|S
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFinal Fantasy VII Rebirth – „Ævintýrið heldur áfram“
    Næsta færsla Flott PC útgáfa af Horizon: Forbidden West
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.