Birt þann 26. maí, 2023 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Sigurvegarar Nordic Game Awards 2023
Hin árlega tölvuleikjaráðstefna Nordic Game Conference er nýlokin en hún var haldin dagana 23. – 26. maí í Malmö, Svíþjóð. Á ráðstefnunni koma að venju saman fjölmargir sérfræðingar og reynsluboltar úr leikjabransanum og í ár mátti meðal annars finna fyrirlestra frá starfsfólki Devolver Digital, EA DICE, CCP Games og Guerilla Games ásamt fleirum.
Einn af hápunktum hátíðarinnar eru norrænu leikjaverðlaunin, Nordic Game Awards, þar sem norrænir tölvuleikir eru sérstaklega verðlaunaðir.
Einn af hápunktum hátíðarinnar eru norrænu leikjaverðlaunin, Nordic Game Awards, þar sem norrænir tölvuleikir eru sérstaklega verðlaunaðir. Sigurvegari kvöldsins var tölvuleikurinn Skábma – Snowfall sem er tölvuleikur sem sækir innblástur í fornar þjóðsögur Sama sem eru búsettir á Samalandi sem nær yfir norðurhluta Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og að hluta í Rússlandi. Leikurinn var valinn besti norræni leikur ársins og var auk þess verðlaunaður fyrir framúrskarandi listræna nálgun.
Metal: Hellslinger hlaut auk þess tvenn verðlaun, fyrir bestu leikjahönnunina og bestu tónlistina. Metal: Hellsinger er fyrstu persónu skotleikur sem verðlaunar spilarann fyrir að skjóta og drepa djöfla og púka í takt við tónlist.
Eftirfarandi leikir voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í ár:
- Best Nordic Game of the Year:
Skábma – Snowfall, frá Red Stage Entertainment í Finnlandi - Best Nordic Game of the Year, Small Screen:
Source of Madness, frá Carry Castle í Svíþjóð - Best Art:
Skábma – Snowfall, frá Red Stage Entertainment í Finnlandi - Best Game Design:
Metal Hellsinger, frá The Outsiders í Svíþjóð - Best Technology:
Virtuoso, frá Really Interactive í Svíþjóð - Best Audio:
Metal Hellsinger, frá The Outsiders í Svíþjóð - Best Fun for Everyone:
Time on Frog Island, frá Half Past Yellow, Denmark - Best Debut:
Raft – The Final Chapter, frá Redbeet Interactive í Svíþjóð
Auk þess ákvað dómnefndin að minnast sérstaklega á danska leikinn The Forest Quartet sem er þróaður af Mads & Friends í Danmörku.
Í dómnefnd voru Marie Meyerwall (Svíþjóð), Espen Jansen (Noregur), Tuukka Grönholm (Finnland), Jens Haag (Danmörk) and Steingerður Lóa (Ísland).
Hægt er að skoða lista yfir allar tilnefningar hér á heimasíðu Nordic Game Conference: https://nordicgame.com/nordic-game-awards-2023-nominees-revealed/