Birt þann 18. febrúar, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
0Töfrandi heimur Hogwarts Legacy
Samantekt: Hogwart's Legacy er skemmtilegur leikur búin til að aðdáendum galdra heimsins
4
Galdrandi fjör
Wizarding World er nafnið á heiminum sem allar sögurnar gerast í og annað efni byggir á. Ellefu kvikmyndir hafa verið gerðar og hafa mokað inn peningum fyrir Warner Brothers og höfund bókanna. Ofan á þetta eru til þemagarðar og skemmtigarðar til að heimsækja víðsvegar um heiminn.
Það hafa komið út ótal tölvuleikir síðustu 20 árin og er Hogwarts Legacy fyrsti stóri leikurinn sem kemur út síðan að LEGO: Harry Potter leikirnir komu út árin 2010-2011 og voru endurútgefnir 2018 fyrir nýrri leikjavélar. Portkey Games er útgáfu hluti Warner Bros á tölvuleikjum byggðan á efni úr Wizarding World og er hannaður af Avalanche Software (ekki Avalanche Studios) og hafa þeir hingað til unnið að ýmsum barnaleikjum fyrir Disney og aðra ásamt að vinna að portum á leikjum yfir á aðrar leikjavélar, ásamt að hafa búið til Disney Infinity leikina.
Hogwarts Legacy er metnaðarfullur leikur sem gerist í lok 19. aldar og segir frá nemanda sem er tekinn inn í Hogwarts galdraskólann á fimmta ári, eitthvað sem er mjög óalgengt og þurfa leikmenn að vera snöggir að komast sér í gírinn að læra á galdra, töfradrykki og skólalífið sem fylgir Hogwarts skólanum. Til aðstoðar hafa leikmenn aðgang að Wizard’s Field Guide bókinni sem heldur utan um allt í leiknum, og er góður staður til að lesa sig til um óvini, galdra, dýr og annað sem er í heiminum.
Til leiðsagnar í ævintýrum sínum er prófessor Fig sem leiðbeinir þér í gegnum ævintýrin og skólann, einnig koma við sögu aðrir kennarar og nemendur. Það er ekki mikið af þekktum leikararöddum í leiknum fyrir utan kannski Simon Pegg (Shaun of the Dead), sem leikur Phineas Nigellus Black skólastjóra Hogwarts skólans. Ég hafði einna mest gaman af prófessor Matilda Weasly og prófessor Mirabel Garlick sem kennir jurtafræði og hinn skrítni Gladwyn Moon sem sendir mann í verkefni á nóttunni að leita af tungl styttum um allt kort leiksins.
Þegar þú byrjar leikinn ertu valinn í galdrahús í Hogwarts, þó leikurinn og hatturinn leyfa þér að velja ef þér líst á ákveðið hús frekar. Það er mjög góð hönnunar tól í leiknum í byrjun hans til að leyfa þér að búa til þann galdrakall eða norn sem þú vilt skapa. Auðvitað eru dularfullir atburðir í gangi frá byrjun leiksins sem leikmenn dragast inn í og er kafað talsvert í bak sögu þessa heims.
Leikmenn geta vingast við aðra nemendur og hjálpað þeim við viss verkefni í leiknum og valið stundum á hvaða veg þau fara. Það er nefnilega hægt að vera góður og vondur galdrakall í leiknum og bregðast sumar persónur mismunandi við ef þú ert að nota forboðna galdra eins og Crucio og Avada Kedavra á óvini leiksins í stað hefðbundna galdra sem kenndir eru í skólanum. Sumar þessar hliðarsögur voru mjög skemmtilegar og vel þess virði að fylgja alla leið í gegn til að sjá hvernig fer. Ég elskaði hana Poppy Sweeting og hennar verkefni í leiknum, svo yndisleg persóna eitthvað og svo gaman að sjá hana á skjánum, aðrir góðir voru saga Onai, Siroan Ryan og Sebastian Sallow.
Saga leiksins snýst mikið um forna galdra, hvernig er farið með Goblins í þessum heimi og átök á milli galdra og mannaheimsins og þá ótal fordóma sem er að finna í heiminum. Margt af því er auðvelt að tengja sig við í nútímanum og það sem margir þjóðfélagshópar verða oft fyrir. Þeir sem geta ekki beitt göldrum eða eru ekki mennskir eða dýr, eru oft beittir harðræði og litið niður á til þeirra af þeim sem geta beitt göldrum. Þessi þemu á meðal annara koma við sögu leiknum og fáum við að sjá ýmsar hliðar af þessum átökum. Það koma síðan við sögu visst galdrafólk sem leiðbeinir þér og Fig í gegnum minningar sínar og þarf að leysa vissar þrautir til að komast áfram, ég hafði sérstaklega gaman af þriðju þrautinni, en ég vill ekki spilla henni fyrir ykkur.
Að spila í gegnum Hogwarts Legacy þá er ljóst að mikið af fólkinu sem vann að leiknum eru aðdáendur efnisins og þess heims sem leikurinn gerist í. Ef fólk hefur lesið bækurnar eða séð myndirnar þá er ótrúlegt að sjá vinnuna sem hefur verið lögð í útlit heimsins og sérstaklega þá Hogwarts skólans og síðan dýra og umhverfa leiksins. Ég eyddi ágætis tíma bara að rölta um og skoða öll þau hreyfandi málverk sem voru upp í skólanum, finna leynileiðir, hjálpa öðrum nemendum o.fl. Það skortir alls ekki efni til að spila í leiknum og var ég með um 39 tíma spilaða þegar ég var búin með sögu leiksins og er enn nóg eftir að kanna og finna. Einnig eru nokkrir trophies/achievements tengdir að vera í vissu skólahúsi, þá þarf að spila fyrstu 2-4 tímana aftur til að ná þeim fjórum sinnum alls til að geta náð Platinum bikarnum í leiknum.
Í leiknum eru hellar og grafreitir til að kanna, hópar veiðiþjófa að ganga frá, fjöldi illra galdakarla og norna til að berjast við og ásamt skrímslum og tröllum. Þegar er komið inn í leikinn opnast síðan fyrir möguleikann að búa til sín eigin galdraseiði, rækta plöntur sem berjast með þér eða nota í seiði, uppfæra búnaðinn þinn, fanga dýr og rækta þau ásamt að sérsníða Room of Requirements eftir þínu eigin höfði. Ofan á þetta er hægt að taka þátt í keppnum á galdrakústum, leysa Merlin gátur víðsvegar um heiminn, berjast við allt of mikið af köngulóm og öðrum skrímslum og finna leynda fjársjóði.
Ég spilaði í gegnum leikinn á PlayStation 5 í Performance mode nær algerlega, ég hef smá prufað hinar stillingarnar ásamt að bera saman við Xbox Series X útgáfu leiksins. Hogwarts Legacy keyrir á Unreal Engine grafíkvélinni eins og svo mikið af leikjum í dag. Hann er að mestu mjög flottur í útliti og keyrir vel fyrir utan smá hökt þegar mikill hasar og galdrar eru á skjánum í einu. Það var síðan eitthvað um að persónur og annað gat flækst í umhverfinu og slíkt, og í eitt skiptið þurfti ég að endurræsa leiknum til að geta klárað verkefni.
Hljóðhönnunin og tónlist eru mjög vel gerð og minna mikið á tónlist Harry Potter myndanna án þess að vera endilega beint úr þeim. Ég lenti tvisvar eða þrisvar í því að leikurinn hrundi á PS5, en þar sem hann er frekar duglegur að vista árangurinn reglulega þá þurfi ég aldrei að endurtaka of mikið á ný, einnig er hægt að vista þegar þú vilt utan bardaga í leiknum eða í miðju sögu verkefni. Leikurinn hefði mátt vera aðeins slípaðri við útgáfuna, en ekkert að þessu var það slæmt að það hafði áhrif á spilun eða sögu leiksins hjá mér.
Leikurinn er þriðju persónu hasarleikur þar sem þú kastar ýmsum göldrum með að halda inni R2 takkanum á DualSense pinnanum og nota takkana til að kasta fram ýmsum göldrum sem þú hefur lært. Með að hoppa á milli með krossinum þá er hægt að velja uppstillta galdra hópa sem þú ert búin að raða upp eftir hvað þú vilt helst notast við. Bardagar leiksins hægja á sér á meðan svo þú færð tækifæri að velja án þess að vera drepinn strax. L1 takkinn kallar upp valmynd galdraseiða og platna sem þú getur notað í bardögum og geta skipt öllu til að lifa bardagann af.
Það tekur ekki langan tíma áður en þú ert byrjaður að kasta Accio, Incendio, freeze, Expelliarmus til að afvopna óvini og nota Wingardium Leviosa til að leysa þrautir leiksins. Ég hefði alltaf gaman að kasta þessum göldrum, þó ég viðurkenni að stundum þurfti ég að kíkja á valmyndir leiksins til að muna hvaða galdur var hvað. Eitthvað sem aðrir munu ekki eiga í neinum vanda með held ég.
Bardagar leiksins geta stundum verið frekar erfiðir og borgar sig að vera með nóg af galdaseiðum og öðrum áður en er haldið í þá. Galdrarnir eru lita kóðaðir og þá sérðu fyrir vikið hvaða galdra á að nota gegn vissum óvinum sem eru t.d með galdraskjöld og bara vist virkar til að brjóta hann. Eftir nokkrar tugi tíma ertu búin að sjá allt það helsta sem er í boði í bardögum leiksins og örugglega komin með uppröðum sem virkar vel fyrir þig að eiga við óvini leiksins.
Ég vara þá sem eru viðkvæmir fyrir köngurlóm, að það er MJÖG mikið af þeim í leiknum og því miður er engin stilling í leiknum til að eiga við það eða breyta útliti þeirra. Mér finnst betra að nefna þetta bara áður fyrir þá sem eru viðkvæm fyrir slíku.
Við hjá Nörd Norðursins tökum engan veginn undir skoðanir Rowling á málum Trans og annarra LBGTQ+ fólks í heiminum. Við dæmum leikinn á því sem hann er, en ekki þeirri manneskju sem bjó til efnið og heiminn sem leikurinn byggir á.
Að ferðast um heiminn er auðvelt, það eru ótal Floo Flames til að notast við sem snögga ferðamáta, annað er hægt að labba, fljúga á kústi eða dýri um allt kortið. Hægt er að kaupa og uppfæra vissa kústa og finna ýmis dýr sem hjálpa þér að ferðast um heiminn hraðar.
Þeir sem hafa gaman af Wizarding World heiminum er ótal margt að hafa gaman af í Hogwarts Legacy, og fyrir þá sem eru ekki á kafi í heiminum er leikurinn fínasti ævintýraleikur sem inniheldur opinn heim með fína endingu. Hann á við nokkra litla tæknilega hökra, en ekkert sem kemur í veg fyrir að njóta hans. PlayStation 4, Nintendo Switch og Xbox One útgáfur leiksins eru planaðar að koma út síðar í vor og verður forvitnilegt að sjá hvernig þær koma út til samanburðar við leikinn á PC, PS5 og Xbox Series X/S.
Það var mjög gaman að fara í gegnum leikinn og býst ég vel við að ég haldi áfram að spila hann og sjái hvort að ég nái að fullklára leikinn. Vonandi eigum við eftir að fá annan leik í þessari seríu eftir nokkur ár sem byggir á þessum leik og kafar dýpra í heiminn og tekur fleiri sénsa í spilun hans.
Eintak var í boði útgefanda