Birt þann 12. október, 2022 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
WB gefa út Gotham Knights útgáfu kitlu
Warner Bros hafa gefið út sögu kitlu fyrir leikinn Gotham Knights sem kemur út þann 21. október næst komandi og skartar hetjunum Robin, Red Hood, Bat-Girl og Nightwing sem reyna að lifa af í Gotham Borg eftir fráfall Batmans.
Brytinn hans Batmans, Alfred raddar kitluna og er ræðu hans ætlað til að peppa upp hetjurnar í baráttu þeirra við dularfullu Court of Owls samtökin.
Hetjurnar þurfa að leysa leyndardóma á bakvið dimmustu hluta sögu Gotham borgar til að eiga séns að vinna á móti óþokkum hennar. Persónur eins og, Harley Quinn, Mr. Freeze, Clayface, Penguin ofl mæta til leiks og hrella hetjur leiksins.
Gotham Knights er opinn RPG leikur sem þar sem leikmenn kanna fimm ólík hverfi borgarinnar í sóló eða í tvegga leikmanna co-op þar sem er hægt að droppa inn og út þegar hentar.
WB Montreal vann að leiknum og gerði síðast Batman: Arkham Origins ásamt að hjálpa við niðurhals efni fyrir Batman: Arkham Knight. Rocksteady Studios, sem gerðu hina Batman leikina eru að vinna að Suicide Squad: Kill the Justice League sem ætti að koma út á næsta ári.
Gotham Knights kemur út á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X|S leikjavélarnar 21 Okt.