Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Football Manager 2023 kemur út 8. Nóvember
    Fréttir

    Football Manager 2023 kemur út 8. Nóvember

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson8. september 2022Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    SEGA og Sports Interactive kynntu í dag að nýjasti Football Manager 2023 muni koma út þann 8 Nóvember næsta á fleiri tæki en nokkur tíman áður, þar á meðal PlayStation 5 og Apple Arcade í fyrsta skiptið.

    Í fyrsta sinn í sögu seríunnar, þá mun dýpt og drama vinsælasta fótbolta hermis heimsins mæta til leiks á PS5. Hannaður með Dualsense fjarstýringuna í huga, FM 23 Console mun koma út á sama tíma og PC/Mac útgáfur leiksins. 

    Eftir að hafa tekið sér árs pásu þá kemur FM Touch á ný á Apple tæki í gegnum Apple Arcade þjónustu Apple, óháð hvort að það sé að notast við iPhone, iPad, Mac eða Apple Tv. 

    Miles Jacobson hjá yfirmaður Sports Interactive hönnuða leiksins, sagði: „FM 23 markar nýtt og spennandi skref fram á við fyrir Football Manager seríuna þegar leikurinn kemur út á tveimur nýjum mörkuðum. Aðdáendur okkar hafa lengi beðið okkar að gera útgáfu fyrir PlayStation, svo ég er mjög spenntur að þessir leikmenn fá nú tækifæri til að setja á sig æfingargallann eða jakkafötin og gerast fótbolta stjórar.“

    „Ákvörðun okkar að gefa ekki út Touch útgáfu leiksins fyrir iOS og Android í fyrra var erfið og olli mörgum vonbrigðum. Þetta spennandi samstarf með Apple Arcade gerir okkur kleift að koma með þessa útgáfu aftur á þá vegu sem virkar fyrir okkar og FM samfélaginu.“

    FM23 færir fótbolta unnendur nær öllum hlutum þessa fallega leiks, frá að sjá áhorfendur fylla leikvanginn, njósnara þína finna næsta Messi eða Ronaldo, eiga við andstæðinga á vellinum, nýir samningar tryggja að UEFA Champions League, UEFA Europa League og UEFA Europa Conference League keppnirnar séu allar til staðar og rétt settar fram. Það verða nánari upplýsingar gefnar út um leikinn á næstu vikum í gegnum samfélagsmiðla Football Manager. 

    Eins og áður þá fá þeir sem forpanta FM 23 leikinn á PC og Mac, frá viðeigandi samstarfsaðilum 20% afslátt af leiknum og möguleikan að byrja fjörið snemma með snemmbúnum aðgangi að FM 23. 

    Leikjaþjónusturnar, Steam, Epic Games Store og Microsoft Store munu bjóða upp á í kringum tveggja vikna snembúin aðgang að leiknum áður en hann kemur út, og árangurinn í Betu útgáfu leiksins er hægt að færa yfir í loka útgáfuna og halda áfram að spila. 

    Áþreifanlega útgáfa leiksins mun ekki innihalda disk með leiknum né bækling, ásamt að vera í umhverfisvænum umbúðum, með þessa minnkar kolefnisspor FM 23 umbúðanna um 47% frá FM 22. 

    Xbox útgáfa leiksins heitir nú FM 23 Console og ásamt FM 23 er af Game Pass þjónustu Microsoft í gegnum Microsoft Store og Xbox Game Pass á útgáfudegi. Þeir sem eru með Game Pass Ultimate áskrift fá aðgang af báðum útgáfum leiksins. 

    Football Manager 2023 Mobile (á iOS og Android) mun verða kynntur nánar í Október og koma út þann 8. Nóvember. Football Manager 2023 Touch mun koma út á Nintendo Switch ásamt að vera á Apple Arcade. 

    Hérna er gagnrýni okkar af FM 22 og FM 21 Xbox Edition fyrir áhugasama.

    Hægt er að finna nánari upplýsingar um FM 23 með að kíkja á www.footballmanager.com

    Heimild: SI Games og SEGA

    FM 23 football manager Football Manager 2023 Mac Nintendo Switch pc PS5 sega SI Games Xbox Game Pass xbox one Xbox Series S Xbox Series X
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSony hækkar verð PlayStation 5
    Næsta færsla Dansandi bylting
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.