Fréttir

Birt þann 3. júní, 2022 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nintendo skemmtigarður opnar í Bandaríkjunum 2023

Universal Studios tilkynnti í gær að Super Nintendo World skemmtigarður verði opnaður í Universal Studios í Hollywood snemma á næsta ári. Skemmtigarðurinn byggir á Super Mario tölvuleikjaheiminum og er nú þegar búið að opna einn slíkan skemmtigarð í Japan. Umhverfið, skemmtitækin og safngripirnir tengjast allir Mario-heiminum og þar má meðal annars finna kastala prinsessunar Peach og skemmtitæki sem tengjast Mario Kart og Yoshi svo eitthvað sé nefnt.

Vilhelm Smári Ísleifsson, verkefnastjóri hjá tölvuleikjafyrirtækinu Capcom í Japan, heimsótti Super Nintendo World Í Japan með fjölskyldu sinni í fyrra og fengum við að spyrja hann nánar út í ferð sína og birta myndir úr ferðinni sem sýnir skemmtigarðinn í allri sinni dýrð.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑