Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Returnal, NUTS og fleiri leikir verðlaunaðir á Nordic Game Awards
    Fréttir

    Returnal, NUTS og fleiri leikir verðlaunaðir á Nordic Game Awards

    Höf. Bjarki Þór Jónsson21. maí 2022Uppfært:21. maí 2022Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Verðlaunaafhending norrænu tölvuleikjaverðlaunanna Nordic Game Awards 2022 fór fram fimmtudaginn síðastliðinn á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö, Svíþjóð. Returnal, It Takes Two, Valheim og NUTS voru meðal þeirra leikja sem voru verðlaunaðir.

    NUTS hlaut verðlaun í flokkinum besti leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year: Small Screen).

    NUTS flokkast sem íslenskur tölvuleikur en hann er framleiddur af fimm manna teymi og þar af eru tveir í teyminu frá Íslandi, þeir Jonatan Van Hove (Joon) og Torfi Ásgeirsson. NUTS hlaut verðlaun í flokknum besti leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year: Small Screen). Fyrirkomulagið á afhendingunni var að setja stigatöflu upp á stóran skjá og hringt í dómnefnd til að gefa leikjum stig í beinni útsendingu, ekki ólíkt og við þekkjum í Eurovision. Að lokinni stigagjöf enduðu leikirnir TOEM og NUTS með jafn mörg stig en í seinni atkvæðagreiðslu hafði NUTS betur og stóð uppi sem sigurvegari. Leikurinn hlaut einnig tilnefningar í flokkunum besta skemmtunin fyrir alla (Best Fun for Everyone) og besta frumraun (Best Debut).

    Stærsti sigurvegari hátíðarinnar var Returnal frá finnska leikjafyrirtækinu Housemarque en leikurinn var valinn besti norræni leikur ársins (Nordic Game of the Year) og hlaut auk þess verðlaun fyrir hönnun, tækni og hljóð. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir alla verðlaunahafa og tilnefningar á Nordic Game Awards 2022.


    Norræni leikur ársins:

    • Returnal frá Housemarque (FI) 🏆
    • Hitman 3 frá IO Interactive (DK)
    • It Takes Two frá Hazelight (SE)
    • Sunlight frá Krillbite (NO)
    • Valheim frá Iron Gate Studio (SE)


    Norræni leikur ársins á litlum skjá:

    • NUTS frá Joon, Pol, Muuutsch, Char & Torfi (IS) 🏆
    • Clash Mini frá Supercell (FI)
    • Crash Bandicoot: On The Run frá King (SE)
    • Rivengard frá Snowprint Studios (SE)
    • TOEM frá Something We Made, (SE)


    Besta frumraunin:

    • Valheim frá Iron Gate Studio (SE) 🏆
    • Biomutant frá Experiment 101 (SE)
    • NUTS frá Joon, Pol, Muuutsch, Char & Torfi (IS)
    • The Ascent frá Neon Giant (SE)
    • TOEM frá Something We Made (SE)


    Besta skemmtunin fyrir alla:

    • It Takes Two frá Hazelight (SE) 🏆
    • Bonkies frá Studio Gauntlet (NO)
    • Nickelodeon All-Star Brawl frá Ludosity, Fair Play Labs (SE)
    • NUTS frá Joon, Pol, Muuutsch, Char & Torfi (IS)
    • Rob Riches frá Megapop (NO)


    Besta hljóðið:

    • Returnal frá Housemarque (FI) 🏆
    • Hitman 3 frá IO Interactive (DK)
    • Klang 2 frá Tinimations (NO)
    • Lost in Random frá Zoink Games, Thunderful Group (SE)
    • Valheim frá Iron Gate Studio (SE)


    Besta tæknin:

    • Returnal fráHousemarque (FI) 🏆
    • Biomutant frá Experiment 101 (SE)
    • Hitman 3 frá IO Interactive (DK)
    • It Takes Two frá Hazelight (SE)
    • SpotRacers frá Level Up Garage (DK)


    Besta leikjahönnunin:

    • Returnal frá Housemarque (FI) 🏆
    • Hitman 3 frá IO Interactive (DK)
    • It Takes Two frá Hazelight (SE)
    • Klang 2 frá Tinimations (NO)
    • Valheim frá Iron Gate Studio (SE)


    Besta listræna nálgunin:

    • Lost in Random frá Zoink Games, Thunderful Group (SE) 🏆
    • It Takes Two frá Hazelight (SE)
    • Returnal frá Housemarque (FI)
    • Sunlight frá Krillbite (NO)
    • The Ascent frá Neon Giant (SE)


    Í dómnefnd sátu þau Carl Juul Nielsen fyrir hönd Danmerkur, Tuukka Grönholm f.h. Finnlands, Linzi Campbell f.h. Íslands, Lars Richard Olsen f.h. Noregs og Anna Jenelius f.h. Svíþjóðar.


    Heimild og forsíðumynd: Nordic Game Awards 2022

    Joon Malmö nordic game Nordic Game Awards Nordic Game Awards 2022 NUTS ráðstefna Returnal Torfi Ásgeirsson verðlaun Verðlaunaafhending
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSony kynnir nýjar PS áskriftaleiðir
    Næsta færsla Mikill verðmunur á Quest 2
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.