Leikjavarpið
Birt þann 11. janúar, 2022 | Höfundur: Nörd Norðursins
Leikjavarpið #37 – Væntanlegt árið 2022, PSVR 2 og Inscryption
Daníel Rósinkrans, Bjarki, Sveinn og hinn Daníel ræða allt það helsta úr heimi tölvuleikja í þrítugasta og sjöunda þætti Leikjavarpsins, sem er jafnframt fyrsti Leikjavarpsþáttur ársins 2022. Stóra umræðuefni þáttarins eru væntanlegir leikir á árinu sem er að hefjast en auk þess er fjallað um PSVR 2, E3 2022 og tölvuleikina Inscryption, Death’s Door og Halo Infinite.
Efni þáttar:
- Hvað er verið að spila?
- Daníel og Sveinn leggja lokadóm á Halo Infinite
- Inscryption, fyrstu hughrif
- Sony kynnir PSVR 2
- Death’s Door leikjarýni
- E3 2022 verður á netinu
- Væntanlegir tölvuleikir árið 2022
- Leikjaklúbburinn
Mynd (myndblöndun): Brot af mynd úr Dying Light 2