Leikjarýni

Birt þann 29. desember, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Death’s Door býður upp á töfrandi heima og frábæra upplifun

Death’s Door býður upp á töfrandi heima og frábæra upplifun Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Virkilega góður leikur sem inniheldur gott flæði, frábæra spilun, töfrandi heima, góða tónlist, húmor og eftirminnilega endakalla.

4.5

Mjög góður


Death’s Door er þriðju persónu hasar- og ævintýraleikur frá Acid Nerve, tveggja manna indíteymi frá Manchester, Englandi. Acid Nerve hafa hingað til verið þekktastir fyrir leikinn Titan Souls sem kom út árið 2015 og fékk nokkuð góða dóma. Nýjasti leikurinn þeirra, Death’s Door, er fáanlegur á PC, PlayStation 4, PlayStation 5, Nintendo Switch, Xbox One og Xbox Series X/S og sér Devolver Digital um útgáfu leiksins.

Í Death’s Door stjórnar spilarinn kráku sem þarf að safna sálum fyrir yfirmann sinn, stóru krákuna. Í upphafi leiks er skrifstofusvæði kynnt til sögunnar sem er eins konar miðstöð þar sem tekið er á móti sálum og þar starfa skrifstofukrákur sem sjá um alla þá pappírsvinnu sem fylgir því að taka á móti nýjum sálum. Skrifstofan er einskonar heimasvæði krákunnar, þar getur hún talað við samstarfsfélaga og keypt uppfærslur sem gerir krákuna sterkari og sneggri.

Þó svo að leikurinn taki fyrir nokkuð þungt viðfangsefni sem snýr að mestu að dauðanum þá er leikurinn langt frá því að vera myrkur eða alvarlegur þar sem nálgunin er einstaklega vel heppnuð og full af léttleika og húmor. Hér verður ekki kafað dýpra í söguþráð leiksins enda leggur leikurinn ekki mikla áherslu á söguna sem vissulega er vel heppnuð, en stutt.

Sálarsjúgandi dauðakráka með analog-pinna

Það er auðvelt að heillast af aðalkarakter leiksins sem er lítil svört kráka vopnuð rauðglóandi sverði. Þessi ofurkrúttlega kráka sem trítlar á milli staða leynir á sér og sýnir óvinum sínum enga miskun þar sem hún skilur lík og blóðslóð eftir sig.

Það er auðvelt að heillast af aðalkarakter leiksins sem er lítil svört kráka vopnuð rauðglóandi sverði. Þessi ofurkrúttlega kráka sem trítlar á milli staða leynir á sér og sýnir óvinum sínum enga miskun þar sem hún skilur lík og blóðslóð eftir sig. Þú, spilarinn, stjórnar krákunni sem er þægilega auðveld í stýringu. Við spilun voru þrjár mismunandi leiðir prófaðar til að stjórna krákunni; lyklaborð og mús, PlayStation 4 fjarstýring og svo PlayStation 5 fjarstýring. Mín upplifun er sú að fjarstýringarnar virka mun betur og er ástæðan fyrir því sú að sjónarhorn leiksins er fast (spilarinn getur ekki breytt sjónarhorninu) þannig að krákan labbar yfirleitt ská á milli staða. Ef þú notar lyklaborðið nærðu bara þessum fjórum áttum með WASD–tökkunum á meðan analog-pinnin leyfir mun fínni og nákvæmari hreyfingar og sjaldgæfara að gera einhver klaufamistök sem verða til dæmis til þess að þú gengur óvart niður af brú og missir líf.

Eftirminnilegt ferðalag

Í sálarleit sinni þarf krákan að ferðast á milli ólíkra svæða. Til að komast á þessi svæði ferðast krákan í gegnum töfradyr sem eru staðsettar á áðurnefndu skrifstofusvæði. Heimarnir í Death’s Door eru fjölbreyttir og fallegir og á hverju svæði er að finna nýja óvini sem luma á nýjum brögðum. Óvinirnir og aðrir karakterar sem þú hittir í leiknum eru eftirminnilegir og skrautlegir og margir hverjir skemmtilega öðruvísi. Á ferðinni hittum við til dæmis mann sem er með pott fyrir höfuð, lifandi kastala, risafrosk og gamla galdranorn. Leikurinn nær að brjóta upp spilunina með því að bjóða upp á töfrandi heima til að kanna, ólíka endakalla, þrautir og bardaga.

Óvinirnir og aðrir karakterar sem þú hittir í leiknum eru eftirminnilegir og skrautlegir og margir hverjir skemmtilega öðruvísi. Á ferðinni hittum við til dæmis mann sem er með pott fyrir höfuð, lifandi kastala, risafrosk og gamla galdranorn.

Sem gerir þetta ferðalag enn eftirminnilegra er einstaklega vel heppnuð tónlist sem passar vel við stemningu leiksins og grafíkina. Tónlistin er einskonar diet útgáfa af Final Fantasy tónlist (þetta er mikið hrós bara svo það sé á hreinu!) – sem er fyrst og fremst vönduð ævintýratónlist en inniheldur sömuleiðis ákveðna dramatík og hátíðleika. Grafíkin í leiknum er einföld en einstaklega vönduð og gefur leiknum sinn sjarma eins og sést á meðfylgjandi skjáskoti.

Souls-legur en sanngjarn

Það má finna ýmis souls-leg einkenni í leiknum sem til dæmis refsar spilaranum fyrir að deyja með því að láta hann endurtaka nokkra bardaga aftur í tímann. Leikurinn er þó nokkuð ljúfur og verður sjaldnast það erfiður að þú viljir gefast upp á honum. Það eru engar erfiðleikastillingar í leiknum svo ekki er hægt að velja léttari eða erfiðari útgáfu af honum. Það getur verið nokkuð flókið að finna rétt erfiðleikastig sem passar vel við en að mínu mati er því náð mjög vel í Death’s Door. Á meðan spilarinn vinnur sig í gegnum söguþráð leiksins og notar sálirnar til að kaupa uppfærslur fyrir krákuna nær leikurinn mjög góðu flæði þar sem það geta komið kaflar sem eru aðeins erfiðari, en þó aldrei of erfiðir.

Það má finna ýmis souls-leg einkenni í leiknum sem til dæmis refsar spilaranum fyrir að deyja með því að láta hann endurtaka nokkra bardaga aftur í tímann. Leikurinn er þó nokkuð ljúfur og verður sjaldnast það erfiður að þú viljir gefast upp á honum.

Erfiðustu bardagarnir eru yfirleitt endakallarnir. Til að sigra þá er nauðsynlegt að læra á hreyfingar þeirra og vita hvenær á að rúlla sér frá, hvenær á að leggja til atlögu og hvenær á að nota galdra. Því lengra sem þú kemst í leiknum því erfiðari verða endakallarnir og þá er val spilarans um að endurtaka eldri svæði til þess að safna sálum og kaupa uppfærslur handa krákunni, eða keyra þetta áfram á þrjóskunni. Ég keyrði þetta áfram á þrjóskunni og spilaði eldri borð að mjög takmörkuðu leyti og þykir mér það mikill kostur að það sé valkvætt en að spilarinn sé ekki þvingaður til að grænda. Með tímanum fær krákan uppfærslur sem opna fyrir ný svæði í leiknum svo hægt er að spila í gegnum eldri borð og skoða svæði sem voru lokuð í fyrstu umferð sem gerir endurspilunina skemmtilegri. Endakallarnir voru þó vissulega miserfiðir. Sumir skuggalega auðveldir á meðan aðrir reyndu aðeins á taugarnar.

Einn af betri leikjum ársins

Þessi heildarpakki sem leikurinn hefur upp á að bjóða er virkilega góður. Það er hiklaust hægt að mæla með Death’s Door sem er án efa einn af betri leikjum ársins.

Þessi heildarpakki sem leikurinn hefur upp á að bjóða er virkilega góður. Það er hiklaust hægt að mæla með Death’s Door sem er án efa einn af betri leikjum ársins. Flæðið í leiknum er framúrskarandi þar sem upplifunin er sú að þú vilt komast lengra áfram í leiknum en er aldrei refsað það harkalega fyrir að deyja að þú viljir gefast upp, það finnst alltaf hvati til þess að halda áfram. Loturnar eru líka vingjarnlega stuttar (ólíkt þeim sem er að finna í Returnal). Þessi öflugi heildarpakki gerir spilunina stórskemmtilega og eftir að hafa klárað leikinn langar mig strax í meira efni. Það tók mig í kringum 11 klukkutíma að klára söguþráð leiksins en hægt er að spila í gegnum borðin aftur, gera krákuna enn sterkari og finna falin svæði og vopn.

Einn helsti ókostur leiksins er þegar hann skilur spilarann eftir í óvissu. Eftir að hafa klárað ákveðin svæði eða náð að rústa einum endakalli er ekki alltaf augljóst hvert krákan á að fara næst. Á skrifstofusvæðinu eru komnar fjölmargar hurðar sem leiða hana í mismunandi heima en leikurinn er ekki alltaf að leiðbeina þér hvaða hurð þú ættir að opna næst til að halda áfram með söguþráð leiksins. Vissulega er gaman að skoða svæðin aftur en fyrir þá sem vilja halda ferðinni áfram getur þetta verið þreytandi, en á sama tíma er það tilraun til að fá þig til að kanna heiminn betur.

Eintak af leiknum var fengið í gegnum útgefanda leiksins.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑