Leikjavarpið

Birt þann 13. febrúar, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjavarpið #21 – The Legend of Zelda 35 ára

Oddur Bauer og Gylfi Már eru gestir Daníels Rósinkrans í þessum sérstaka The Legend of Zelda þætti Leikjavarpsins. Liðin eru 35 ár frá útgáfu fyrsta Zelda tölvuleiksins en leikurinn var gefinn út í Japan árið 1986 samhliða Famicom leikjatölvunni. Í þættinum fara þeir Daníel, Oddur og Gylfi yfir sögu The Legend of Zelda leikjanna, ræða um tónlistina, framtíð seríunnar og margt fleira.

Til gamans má geta þá vann Oddur Bauer keppnina um nördalegasta flúr Íslands sem Nörd Norðursins hélt árið 2012 í samstarfi við Bleksmiðjuna.

Efni þáttarins:

  • Saga The Legend of Zelda leikjanna,
  • Majora’s Mask Vs. Ocarina of Time,
  • Tónlist úr Zelda,
  • 2D Zelda Vs. 3D Zelda,
  • Uppáhalds Nintendo leikjatölvan,
  • Framtíð Zelda leikjanna.
Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑