PlayStation 5 komin í forsölu á Íslandi! Verð og útgáfudagur staðfestur
Gamestöðin, Elko, Tölvutek og Vodafone hafa opnað fyrir forpantanir á næstu kynslóð leikjatölvu frá Sony; PlayStation 5. Tvær útgáfur eru í boði og er algengt verð fyrir diskalausu útgáfuna hér á landi er 79.999 kr en fyrir diskaútgáfuna 99.999 kr. (ekki langt frá giskinu okkar í Leikjavarpinu!) Svipað verð er milli allra áðurnefnda verslana en þegar þessi frétt er skrifuð er Gamestöðin að bjóða hagstæðasta verðið fyrir diskaútgáfuna þar sem hún kostar 96.999 kr. í forsölu. Aðeins munar örfáum krónum milli verslana á diskalausu útgáfunni.
Sony hélt kynningu í gær þar sem verð og útgáfudagur á PlayStation 5 var kynnt ásamt leikjaúrvali. Tölvan kostar mismikið eftir heimsálfum líkt og sést á myndinni hér fyrir neðan og spilar gengi krónunnar inní þetta verð fyrir íslenskar verslanir og kaupendur.

Á núverandi gengi hér á landi myndi ódýrari útgáfan kosta á bilinu 55-70.000 kr. án gjalda og álags en dýrari útgáfan myndi kosta á bilinu 70-90.000.
Útgáfudagur hefur einnig verið staðfestur. Tölvan verður gefin út þann 12. nóvember í Bandaríkjunum, Mexíkó, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Kóreu. Á öðrum stöðum kemur tölvan viku síðar í verslanir, eða þann 19. nóvember. Samkvæmt heimasíðu Elko er gert ráð fyrir að fyrstu PS5 tölvurnar hér á landi verði komnar í lok nóvember.

Á sömu PlayStation 5 kynningu, sem hægt er að horfa á í heild sinni á YouTube, voru tölvuleikirnir, Final Fantasy XVI, Spider-Man: Miles Morales, Hogwarts Legacy, Call of Duty: Black Ops Cold War, Resident Evil Village (VIII), Five Nights at Freddy’s: Security Breach, Deathloop, Demon’s Souls, nýr God of War sem væntanlegur er í verslanir 2021.
Ætlar þú að forpanta PlayStation 5?
- Já, stafrænu útgáfuna! (51%, 59 Votes)
- Já, diskaútgáfuna! (37%, 42 Votes)
- Nei (12%, 14 Votes)
Total Voters: 115
