Fréttir

Birt þann 11. september, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Næsta kynslóð Xbox leikjatölva kemur í nóvember

Tæknirisarnir Microsoft og Sony hafa verið í einskonar störukeppni undanfarna mánuði þar sem bæði fyrirtækin hafa tilkynnt að þau muni gefa út næstu kynslóð leikjatölvu fyrir næstu árslok, án þess þó að hafa gefið upp staðfestan útgáfudag eða verð. Microsoft leysti frá skjóðunni í vikunni þar sem fyrirtækið tilkynnti að tvær nýjar Xbox leikjatölvur, Xbox Series S og Xbox Series X, eru væntanlegar í verslanir þann 10. nóvember næstkomandi.

Tæknilegur og útlitslegur munur er á útgáfunum. Xbox Series S er smá í sniðum og er hvít á litin. Tölvan inniheldur 512 gb harðan disk, ekkert diskadrif og styður 1440p upplausn í stað 4k líkt og Series X gerir. Xbox Series S mun kosta 299 dollara í Bandaríkjunum. Xbox Series X er stærri í sniðum svört á litin. Sú útgáfa inniheldur diskadrif, 1 tb harðan disk og styður 4k upplausn. Xbox Series X er töluvert dýrari og mun kosta 499 dollara erlendis.

Nú er boltinn hjá Sony sem hefur enn ekki tilkynnt útgáfudag eða verð á PlayStation 5 leikjatölvunni.

Hvor útgáfuna líst þér betur á?

  • Xbox Series X (91%, 10 Votes)
  • Get ekki gert upp á milli þeirra! (9%, 1 Votes)
  • Xbox Series S (0%, 0 Votes)

Total Voters: 11

Loading ... Loading ...
Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑