Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Frumlegur þrautaleikur fullur af sjónblekkingum
    Leikjarýni

    Frumlegur þrautaleikur fullur af sjónblekkingum

    Höf. Bjarki Þór Jónsson23. september 2020Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þrautaleikurinn Superliminal, frá bandaríska indístúdíóinu Pillow Castle, var fyrst gefinn út í nóvember í fyrra og þá eingöngu fyrir PC.

    Í júlí fékk leikurinn svo uppfærslu fyrir leikjatölvur og var gefinn út fyrir PlayStation 4, Xbox One og Nintendo Switch. Superliminal var um sex ár í framleiðslu og er jafnframt fyrsti fullkláraði leikur fyrirtækisins.

    Í leiknum stjórnar spilarinn ónefndri persónu sem er þátttakandi í draumameðferð Dr. Glenn Pierce. Snemma í leiknum kemur í ljóst að eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis og festist persónan þín í furðulegum draumaheimi þar sem lögmál raunveruleikans eru ekki algild. Sem dæmi getur þú stækkað og minnkað hluta með því að draga þá nær eða fjær auga spilarans, gengið inn í myndir sem hanga upp á vegg og fleira sem tengist sjónblekkingum.

    Superliminal er fyrstu persónu þrautaleikur þar sem sjónblekkingar eru notaðar til að leysa þrautir.

    Superliminal er fyrstu persónu þrautaleikur þar sem sjónblekkingar eru notaðar til að leysa þrautir. Þetta er frumleg nálgun hjá Pillow Castle og býður upp á áhugaverða möguleika og nýjunga í spilun. Leikurinn gengur þó að mestu leyti út á að stækka og minnka hluti og verða þrautirnar því á köflum frekar einhæfar þar sem endurtekningin er of mikil á köflum. Í leiknum er að finna fjölmargar þrautir sem eru sniðugar en lausnin of oft augljós. Inn á milli leynast þó gullmolar fyrir þrautaþyrsta spilara sem elska fátt fleira en að klóra sér í hausnum.

    Niðurstaðan er sú að leikurinn býður upp á skemmtilegar nýjungar en aðeins of fáar góðar þrautir til að halda leiknum áhugaverðum út þá tvo til fjóra klukkutíma sem tekur að klára leikinn. Sjónbrellurnar eru þó áhugaverðar og geta verið skemmtilega ruglingslegar. Superliminal er fyrir þrautaleikjaspilara sem þyrstir í eitthvað nýtt og frumlegt.

    Pillow Castle Superliminal
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjavarpið #15 – Næsta kynslóð leikjatölva, páfaát og geislasverð
    Næsta færsla Geislasverð og Svarthöfði í sýndarveruleika
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.