Menning

Birt þann 20. nóvember, 2019 | Höfundur: Nörd Norðursins

Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

Íslenska myndasögusamfélagið (ÍMS) verður með myndasögusultu í Reykjavík til að hjálpa nýjum höfundum að venjast þessum spennandi miðli! Íslenska myndasögusamfélagið – eru nýstofnuð samtök sem vilja efla menningu myndasagna og þróa tækifæri fyrir myndasöguiðnaðinn á Íslandi.

Miðvikudaginn 20. nóvember, milli 17 og 22, verður haldin „Myndasögusulta“ eða „Comics Jam“, í CenterHotel Miðgarði, Laugavegi 120. Hópur áhugafólks og fagmanna munu koma saman og vinna í sameiningu að nýjum örmyndasögum, og þar með leggja grunn að nýjum staðal fyrir myndasögur á Íslandi.

Einnig verður tekið viðtal við rússneska teiknarann Galactic Deer, sem hóf nýlega verk að myndasögu hér á landi. Fjallar nýjasta saga hans um upplifun sína sem hinsegin aðili í Rússlandi.

Íslenska myndasögusamfélagið beitir sér fyrir fleiri menningarlegum myndasöguviðburðum í framtíðinni svo myndasögur geti náð sterkri fótfestu á Íslandi. Þetta samstarfsverkefni er liður í því. Næsta stóra viðfangsefni samtakanna að koma á stoðir myndasögusetri í Reykjavík.

Heimild: Fréttatilkynning ÍMS
Mynd: ÍMS á Facebook

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑