Birt þann 23. júlí, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Tölvuleikir og listir á Isle of Games leikjahátíðinni
Isle of Games er eins dags viðburður þar sem gestum gefst kostur á að njóta hinna skrítnu, fallegu, listrænu og menningarlegu hliða nútíma tölvuleikja.
Isle of Games leikjahátíðin verður haldin í annað sinn næstkomandi sunnudag, þann 28. júní í IÐNÓ. Isle of Games er eins dags viðburður þar sem gestum gefst kostur á að njóta hinna skrítnu, fallegu, listrænu og menningarlegu hliða nútíma tölvuleikja og tilraunakenndir tölvuleikir og aðrir leikandi miðlar láta ljós sitt skína.
Áður en sýningin hefst verður hægt að hlusta á stutt erindi frá þeim listamönnum sem eiga verk á sýningunni. Í aðalsal IÐNÓ verður svo hægt að spila leiki í sértilgerðum innsetningum frá bæði íslenskum og erlendum leikjasmiðum úr jaðarleikja- og listakreðsum.
Isle of Games endar með listrænni upplifun kl. 20 þar sem tölvuleikur er spilaður fyrir áhorfendur með lifandi tónlistarundirleik. Sýningin er einstök blanda leikja og tónlistar og var spiluð fyrir fullu húsi í fyrra.
Isle of Games býður fólki á öllum aldri velkomið til þess að uppgötva þá listrænu og menningarlegu upplifun sem sýningargripirnir veita. Útsendarar Nörd Norðursins mættu í fyrra og mæla hiklaust með viðburðinum, sama hvort þú spilar tölvuleiki eða ekki! Hægt er að sjá myndbrot úr fyrri Isle of Games leikjahátíð hér fyrir neðan.
Látið sjá ykkur á Isle of Games 002!
Ljósmynd: Ben Gruber