Fréttir

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Watch Dogs: Legion skyggnir inn í myrka framtíð London

Orðrómar höfðu verið í gangi í nokkurn tíma fyrir E3 um að nýr Watch Dogs leikur væri á leiðinni og að sögusvið leiksins væri London. Eins og oft er þá reyndust þessar sögusagnir vera sannar. Í leiknum virðist London vera undir eftirliti í náinni framtíð þar sem „stóri bróðir“ fylgist með öllu. ctOS eftirlits- og stjórnunarkerfið virðist vera með puttana í öllu í borginni með drónum sínum og myndarvélum, ásamt hermönnum sem berja niður alla andspyrnu. Persónurnar sem þú stjórnar geta dáið og þú skiptir reglulega um karakter í borginni. Persónur munu hafa upprunasögur sem er hægt að spila og þar með komast að meiru um baksögu þeirra.

Gervigreindin Bagley er tengingin á milli liða DeadSec hakkara andspyrnunnar. Þetta gæti verið forvitnileg blanda þar sem engin aðalpersóna er í leiknum og þú hoppar á milli persóna eftir því hvað er að gerast í leiknum og sögunni. Eins og í síðustu tveimur leikjum þá er hægt að notast við hin ýmsu tól til að hakka sig inn í tæki og umhverfið ásamt auðvitað nóg af vopnum og parkour hreyfingum til að berjast við óvinina.

Watch Dogs: Legion kemur út 6. mars 2020 á PC, PS4 og Xbox One.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑