Birt þann 11. júní, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
Leikmenn munu geta spilað einir í Ghost Recon: Breakpoint
Ghost Recon: Breakpoint var kynntur fyrir ekki svo löngu og er framhald af Ghost Recon: Wildlands. Jon Bernthal úr The Punisher og The Walking Dead þáttunum er í hlutverki fyrrum Ghost hermanns og leiðtoga Wolves sveitarinnar sem leikmenn þurfa að berjast gegn á eyjunni Aurora.
Bernthal mætti á sviðið með mjög sætum hundi sem lét lítið á sig fá þrátt fyrir að vera umkringdur E3 áhorfendum. Í leiknum hafa úÚfarnir aðgang af drónum og tækni á eyjunni á meðan Ghosts þurfa að notast við það sem þeir finna og nota náttúruna sér til aðstoðar til að lifa af.
Leikmenn munu áfram geta spilað einir með þrem leikmönnum sem tölvan stjórnar ef þeir vilja ekki spila með öðrum spilurum í gegnum netið. Þetta er eitthvað sem margir sem spiluðu GH: Wildlands hafa beðið um áður.