Fréttir

Birt þann 10. júní, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Battle Royale viðbót væntanleg fyrir Fallout 76

Tölvuleikjafyrirtækið Bethesda kynnti til sögunnar næsta uppfærslupakka fyrir fjölspilunarleikinn Fallout 76 á E3 nú fyrir stundu. Uppfærslupakkinn fókusar á annað árið í Fallout 76 heiminum og mun innihalda ný verkefni, samtöl, vopn og fleira. Uppfærslupakkinn verður ókeypis fyrir þá sem eiga Fallout 76 og er væntanlegur haustið 2019.

Nýr spilunarmöguleiki var einnig kynntur til sögunnar sem kallast Nuclear Winter og er í raun Battle Royal viðbót fyrir leikinn. Í Nuclear Winter keppa alls 52 spilarar sín á milli á afmörkuðu svæði og endar ekki fyrr en allir spilarar eru úr leik nema einn, sem stendur uppi sem sigurvegari. Battle Royale hlutinn mun fylgja ókeypis með Fallout 76 og er hægt að fá smjörþefinn af því sem koma skal með því að spila Fallout 76 dagana 10. – 17. júní, en þá er leikurinn er einmitt opinn fyrir fríspilun.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑