Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Hugleiðing: Mýtan um hinn skaðlega skjátíma
    Menning

    Hugleiðing: Mýtan um hinn skaðlega skjátíma

    Höf. Nörd Norðursins12. apríl 2019Uppfært:17. apríl 2019Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Created with GIMP
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðingur

    Í kvöldfréttum RÚV í gær var fjallað um óhóflega skjánotkun barna og unglinga á Íslandi. Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti í samstarfi við SAMFOK og Reykjavíkurborg ákváðu að dreifa ísskápsseglum sem lista viðmið skjátíma mismunandi aldurshópa á heimili barna á höfuðborgarsvæðinu. Á seglinum eru til dæmis sett viðmiðin 120 mínútur fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, 180 mínútur fyrir börn á aldrinum 13-15 ára og 240 mínútur fyrir ungmenni 16-17 ára. Áhugavert er að sjá þessa tímaviðmið í ljósi þess að umfangsmikil nýleg rannsókn sýnir litlar sem engar vísbendingar séu að finna um neikvæð áhrif þegar litið er til skjátíma unglinga og hafa sérfræðingar einmitt ekki viljað setja tímaviðmið á skjánotkun.

    Málið er aftur á móti að með því að benda á skjátímann er fókusinn tekinn af raunverulega vandamálinu (ef um vandamál er að ræða) sem er innihaldið; í hvað er skjátímanum varið?

    Markmið átaksins hér á landi er að vekja fólk til umhugsunar um skjátíma barna samkvæmt heimasíðu verkefnisins. Málið er aftur á móti að með því að benda á skjátímann er fókusinn tekinn af raunverulega vandamálinu (ef um vandamál er að ræða) sem er innihaldið; í hvað er skjátímanum varið? Samkvæmt viðmiðunum sem uppgefin eru á seglinum má setja samasem merki milli þess að læra nýtt tungumál í Duolingo appinu og að horfa á auglýsingar á YouTube. Við þekkjum fjölmargar jákvæðar og uppbyggilegar leiðir til að verja skjátíma sínum og þess vegna er skemmandi fyrir umræðuna að líta á skjátíma sem eitthvað slæmt og hættulegt.

    Þess ber að geta að Reykjavíkurborg er ekki eina sveitarfélagið sem hefur dreift efni með einhverskonar skjátímaviðmiðum, einnig hefur Akureyrabær og Garðabær og gefið út sambærileg viðmið.

    Í upphafi árs voru sett viðmið í tengslum við skjánotkun barna og unglinga í Bretlandi og var ákveðið að notast ekki við fyrirfram ákveðin tímaviðmið þar sem engin gögn sýna fram á skaðsemi skjánotkunar. Vissulega væri þægilegt að vera með eitthvað einfalt tímaviðmið sem allir gætu farið eftir, sérstaklega þegar það getur verið ansi tímafrekt að kynna sér það efni sem barnið er að verja skjátíma sínum í. En þetta er bara hluti af raunveruleika nútímans, tækin og tæknin fara ekkert. Kennum börnunum frekar að nota tækin á uppbyggilegan hátt, sýnum efninu áhuga og kynnum þeim fyrir hættunum.

    Vissulega getur skjánotkun farið út í öfgar og þá er gott að hafa einhverskonar viðmið. SAFT hefur sett saman skjáviðmið fyrir börn og ungmenni þar sem fókusinn er settur á heilbrigða notkun í stað þess að einblína á tímaviðmið líkt og segullinn áðurnefndi gerir.

    Vilt þú senda inn pistil eða hugleiðingu um málefni líðandi stundar? Sendu póst á nordnordursins(at)gmail.com.



    Forsíðumynd: Wikimedia Commons

    SAFT skjámenning skjánotkun skjátími skjáviðmið
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSöguleg stund! RÚV með beina útsendingu frá rafíþróttamóti
    Næsta færsla Tölfræði um íslenska tölvuleikjaspilara
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.